Ég er alin upp í hlíðunum, hundarð og fimmunni, en bý núna í vesturbænum, eins og margir vita. Hlíðarnar mega eiga það að þar er skjólgott, þannig að ég er orðin sólbrún eftir örlitla setu úti á svölunum í Barmahlíð í dag. Fjölskyldan skiptist í tvennt, annars vegar er það ljóshærður helmingur, en hinn helmingurinn er dökkhærður og brúneygur. Það fer alltaf í taugarnar á ljósa helmingnum (mömmu og eldri systrunum tveimur) hvað við dökki helmingurinn (pabbi og við tvær yngstu) þurfum bara að sitja utandyra í nokkrar mínútur til að verða sóbrún og hraustleg á meðan þær mega húka úti í að minnsta kosti fimm klukkutíma með álpappírhúðaðan pappa í kringum andlitið til að fá örlítinn roða í kinnarnar, ef ekki skaðbruna.
Hvað um það, ég veit að ég verð varla geypilega brún í sumar af því að ekki einungis vinn ég innandyra heldur þá bý ég í því mikla rokrassgati sem vesturbærinn er og á engar svalir. Samt kann ég að öðru leyti betur við vesturbæinn heldur en hlíðarnar. Foreldrar mínir eru hálf skúffaðir út í mig fyrir þetta. Þetta svipar til allra þessara sagna úr sveitinni fyrr á öldum þar sem heimasæturnar á sveitabýlunum flytja í næstu kauptún, og verða þá bæði snobbaðar og hætta að kunna til verka á bæjunum. Jamm það er ekki auðlifað í þessum heimi ef einhver skyldi halda það.
posted by Hildur at 7:15 PM
Fyrir öll þau ungskáld og alla lífskúnstnera sem kunna að detta inn á þessa síðu þá hef ég ákveðið að taka saman nokkur gullkorn úr textum hljónstarinnar "Á Móti Sól". Ég hef oft pælt í því hvort lagahöfundar sveitarinnar séu algerir snillingar eða algerir fæðingarhálfvitar. Ég veit það ekki enn, en eitt er víst að þeir geta ekki verið neins staðar þar á milli. Hér á eftir koma nokkur kvót í texta úr lögum þeirra, tekið af þeirri bráðgóðu heimasíðu www.amotisol.is:
"Aleinn ég nenni ekki neinu
Ég veit hún sefur ekk´í neinu"
"Fæ ekk´að sof´á daginn
Þó mig langi
Og bannað að pissa útfyrir"
"Aleinn ég nenni ekki neinu
Ég ligg með sjálfum mér og hér kem ég
Ég veit hún sefur ekk´í neinu
Ég stend og fell en það er engin hér"
"Engar stjörnur eða Star wars dót
ég stari upp í himininn
Ekkert myrkur, engin mánafjöll
Ég mæni út um gluggann og bíð"
"Mér leiðist oft með þér, mest á daginn
Finnst tíminn stand´í stað, ekkert gerast
En nóttin kveikir von
Mér leiðist oft með þér"
"Soldið skrýtin, soldið þvæld
Samt ekk´ of mikið, ekk´ útpæld
Þó ekkert afleit, einhver fær
Samt ekk´ of mikið komdu nær"
"Soldið sílíkon - gefur veika von
en róleg og rómantísk
Hár á höndunum - hár á leggjunum
Ég held hún sé austur-þýsk"
"Sílikon brjóstin senda mér auga
fimmhundruð-kallinn segir víst ekki neitt
Ég horfi í allar áttir en það eina sem ég sé - er hún
ég stari agndofa - gjaldþrota"
"Ég held að enginn sé eins enda ekki til neins
ég vil vera - verð að fara
Heike Von Blink tekur kúlur og klink
ekki gott að segja - hvar ég enda - ég vil lenda
sé ótal endalok - hehe"
"Hver þarf orð ef að lúkkið er gott
Leggðu niður vopn"
"Ef þú fengist útí búð
Ég myndi safna fyrir þér
Ég horf´á stjörnurnar þær hrapa ein og ein
Mér finnst lífið fjara út"
"Pabbi minn er prestur
og mamm´er stundum pokadýr í tollinum
Djöfull ertu fín Hlín
ég verð að finna pikköpp-lín´í grænum hvelli
ég er á báðum áttum
hvort ég eig´að tím´að splæsa mínum á þig"
"Djöfull er ég flottur ( megaháttar báðum megin )
Djöfull er ég flottur ( einnar viku ofurstandur )"
"Um leið og þú komst inn var ég viss um að þú værir þessi
Eina sem ég vildi - þú minntir mig á Hildi"
"Ég gaf mig ekki strax ég gat ekki hugsað mér að labba burt með
báðar hendur tómar það minnti mig á Ómar"
"Svo snerirðu þér við og ég sá rassinn, ég sá lærin
ég sá vinstri, hægri ha ha vinstri, hægri"
Þetta og ýmislegt fleira má sjá
hér
posted by Hildur at 5:48 PM