Oh ég er svo löt að skrifa að ég dauðblygðast mín. Við vorum að ræða þessi mál og önnur í gær á Alþjóðahúsinu, nokkrar stúlkur úr 6-A. Þá kom í ljós að
Bryddarinn er orðin háð því að skrifa inn á bloggið (enda er það orðið álitlegt sagnakver hjá henni!),
Totlan skammast sín fyrir sitt af því að hennar er ekki nógu nýtískulegt að hennar mati og skrifar því sjaldan, og svo eru Kata, Sandra og Kristín að spá í að fá sér blogg, eða byrjaðar að vinna í þessum málum. Hins vegar mættu
Ásdis gella og
Begga bjuti ekki á svæðið, og gátu þær því ekki gert mér grein fyrir því af hverju þær eru orðnar svona hljóðlátar á blogginu og þá reyndar sérstaklega sú síðarnefnda. Ég meina, ókei skólinn er byrjaður og allt það, en þýðir það ekki bara að maður hefur frá þeim fleiri atriðum að segja? Ég skal samt hætta að skamma þær.
Það er annars búið að vera ágætlega mikið að gera hjá mér þrátt fyrir að ég vinn ekki lengur á daginn. Staðan er eiginlega sú að ég hef haft of mikið að segja, og ekki séð mér fært að koma því að, svo ég hef bara ekki lagt í það!
Hafið góða og giftusamlega helgi!
posted by Hildur at 1:06 PM