Ég vil óska Ásdísi til hamingju með að vera orðin aumingjabloggari. Hún sem var svo DUKTIG eins og við Svíarnir
köllum það. Hún, ég og Berglindýr vorum ekkert smá öflugar í fyrrasumar. Eitthvað fór ég að heltast úr lestinni en
skrifaði þó stöku sinnum, meira að segja úti á Spáni. en Berglind gerðist algjör trassi, skrifaði svona 3svar á árinu,
og nú nýlega hefur Ásdís fylgt í kjölfarið hennar.
Ég þakka Guðum öllum fyrir fólk eins og Tunguvegsbræður, Tótlu, Bryndísi og annað gott fólk sem færir mér glóð-
volgar fréttir nánast upp á hvern einasta dag.
Annars er ég að ná af mér Spánarletinni. Eftir að hafa vaknað klukkan 7 á hverjum einasta morgni þá er ég alltaf svo
þreytt eftir vinnu að ég nenni aldrei neinu. Auminginn.
posted by Hildur at 9:48 PM