Ég er búin að vera hvers manns böl og nöldurseggur alla vikuna, enda var próf framundan og
ritgerðaskrif, en þessi bæði atriði áttu sér stað í dag. Ég fékk algert sjokk í prófinu, sem var úr
námsefninu: skoðanir Hannesar Hólmsteins. Ég hafði lært námsefnið þvílíkt vel, alveg eins og
herforingi, og svo komu bara spurningar um eitthvað sem ég kann ekki! Ég komst reyndar að því
eftir prófið að flestir aðrir höfðu skitið á sig líka, það var svona bót í máli. Það er ömurlegt að sökkva
einn í svaðið, betra að taka alla með sér. Ég held reyndar að ég gæti fengið plús fyrir að hafa þóst
vera holdgervingur liberalisma á la Texas. Ég sagði bara Kvótakerfi og Dauðarefsingar; Já takk,
Velferðakerfi og Fóstureyðingar; Nei takk. Maður fær nú plús fyrir að hafa *hóst* réttar skoðanir.
Svo þurfti ég að skrifa ritgerð og ruslaði henni af á klukkutíma þannig að ég er frekar sátt núna.
En hvað er annars málið með veðrið? Kann einhver skýringar á þessu? Ég meina, HALLÓ, tuttugu
gráðu rok og slydda, er þetta á heiðarlegan borgara leggjandi?
Ég var að spá í að fara eitthvað út um helgina en flensan er að ná tökum á mér og þreytan að sliga
mig. Og manni er boðið upp á þetta veður. Hvar endar þetta??
Ég vil benda ykkur á fróðlega lesningu í flugufætinum á
deiglunni.
Ég var svolítið sein að fatta þetta en boðskapurinn er skýr. Ég er eins og Tótla og fleiri hafa þegar
tekið eftir heitur andstæðingur skólagjalda. Ég meina, maður tróð sér nú ekki í moggann bara upp
á grín!
En ólíkt sumum er ég semsagt sannur stuðningsmaður
menntunar fyrir alla ekki
bara á meðan ég er sjálf í námi, heldur líka þegar ég er komin á vinnumarkað.
Nóg um það.
Hvað ætlið þið að gera um helgina?
posted by Hildur at 1:09 PM
Ég var að mótmæla skólagjöldum í dag eins og aðrir, og svo óheppilega vildi til að einhver gaukur
með myndavél þurfti að þvælast fyrir mér og smella af, og aukinheldur setja myndina inn á mbl.is.
Segið mér í fullri hreinskilni, lít ég virkilega
svona út?? Usss ég vona ekki maður!
posted by Hildur at 4:56 PM