Ðei kol mí místa lóva lóva! (sjaggí)
Svo ég taki nú upp þráðinn í pólítískum skrifum, sem hafa verið í hléi ansi lengi á þessu bloggi, þá langar mig til að benda á gildi þess að vera vinstrisinnaður miðjumoðari. Ég er slíkur og skammast mín ekki fyrir það. Þau eru ófá frjálshyggjugreyin sem reyna að vera töff og kalla Samfylkingarfólk "addna.. bara kommúnistar þúeist". Og VinstriGræningjum finnst við ekki nógu vinstrisinnuð. En ég hafna öllum öfgum til hægri og vinstri. Hver veit ekki að kommúnisminn er búinn að vera? Og að frjálshyggjan er draumsýn hins fullkomna einfeldnings?
Nú spyr ég bara sem leikmaður.
posted by Hildur at 2:51 PM
Nýja pleisið
Þegar ég horfi út um herbergisgluggann sé ég ekki ómerkari stofnun en Elliheimilið Grund. Nú rölti ég mér fram í eldhús og þar blasir við kaþólska kirkjan. Já það vantar ekki happeníng í kringum mig á þessum síðustu og verstu.
posted by Hildur at 8:15 PM
Flutningarnar eru loksins yfirstaðnar og ég er með harðsperrur á stöðum þar sem ég vissi ekki einu sinni að ég væri með vöðva. Þá vöðva sem ég þekki þjálfa ég hins vegar daglega þannig að þeir sluppu við harðsperrurnar. Nóg um það.
Eins dugleg og ég hef verið í ræktinni að undanförnu og í því að borða bara hollt, þá fékk sá dugnaður hlé í flutningunum. Það reynir svo mikið á andlega og líkamlega að flytja og ég neyðist alltaf til að ná mér niður með að fá mér sveitta pizzusneið eða álíka. Ég ætti að byrja að reykja eða dópa, það myndi forða mér frá óhollustuátinu. Maður þarf alltaf að geta náð sér niður einhvern veginn.
Systir mín var að byrja í Háskólanum. Hún er eldri en ég og æðri að vitsmunum og þroska, en í dag snerust þau hlutskipti við. Ég er lokaársnemi (að minnsta kosti á BA stiginu) og gat rifist fyrir hana við Nemendaskrá, sýnt henni tölvuverin og bent henni á hvaða byggingar hún ætti að sækjast í og hverjar hún ætti að varast í ljósi þess að hún á engar dragtir eða laptop. Það er svo erfitt að vera nýnemi. Maður heldur alltaf að maður sé með skilti á sér sem á stendur: "Ég er ný(r) hér, gjöriði svo vel að níðast á mér". Þá er nú gott að eiga systkini úr röðum þeirra reyndari, þótt það geti kannski verið niðurlægjandi ef þau systkini eru yngri en maður sjálfur... veit ekki.
Ég var að finna gamlar einkunnir, eða frá því að ég var í 9-ES í Hlíðó. Ég var með góðar prófseinkunnir, en fékk 4,0 fyrir stundvísi og sæmilegt fyrir hegðun. Trúiði því?? Annars var það umsjónarkennarinn, Edda Snorra sem gaf hegðunareinkunnir og hún tók ákveðna nemendur fyrir sem hún ýmist dýrkaði eða fyrirleit, alveg óháð frammistöðu. Ég tilheyrði síðarnefnda hópnum, og hún gerði það einu sinni að umtalsefni sínu á foreldrafundi í tíunda bekk að hún hefði fulla trú á að það myndi bara taka mig eina önn í Iðnskólanum að klára núlláfanga sem ég myndi þurfa að taka og yrði svo komin í MH strax um áramótin (ég var NB ekki búin að taka samræmdu prófin og hafði aldrei farið undir 9 í því sem hún kenndi mér, sem var danska). Ég svaraði því til að ég stefndi á MR og þá hló hún hæðnislega og sagði: "Tjah, þú ferð nú ekki þangað með þinn námsárangur!" Pabbi man eftir þessu og finnst þetta ennþá fyndið. Svona hluti myndi eflaust enginn kennari með fullu viti segja nema til þess að hvetja nemendur á neikvæðan hátt. Verst að hún Edda Snorra var ekki nema með kvartviti... í mesta lagi!
posted by Hildur at 1:31 PM