Ég er orðin ídol-lúði
Hver hefði trúað því? Ég get svosem lítið að því gert þar sem þetta er alltaf í gangi í vinnunni. Nema hvað. Í fyrra var ég með það á hreinu hver myndi vinna. Ég er núna líka með það á hreinu hver á eftir að vinna. Það er bara eitthvað við okkur sem gerir það að verkum að okkur líkar við einfalda landsbyggðastráka sem kunna að syngja eilítið.
posted by Hildur at 11:14 PM
Um helgina síðastliðnu var ég eitthvað á Kaffibarnum (eða Kabbanum eins og við töff fólkið segjum), og stóð á barnum í von um að þar fyndust norskir brjóstdropar við hóstaverknum. Ég var bara í rólega gírnum, mænding mæ ón bissness, þegar ég fékk allt í einu létt olnbogaskot í upphandlegginn og ungur maður sagði við mig: "Heyrðirðu hvað hann sagði?" og ég var alveg... "Ha?... ég?... sagði hvað?.. hver?" og hann svaraði: "Hann meikar sko ekki menntasnobb". Ég varð hálf hvumsa og leit á vin hans sem stóð við hliðina á honum, og hann var svona hörkulegur á svipinn og kunngjörði svo: "Ég bara meika ekki menntasnobbaðar gellur". Ég vissi nú ekki alveg hvaðan á mig stóð veðrið og spurði aulalega: "Ha, eruð þið að segja það við mig? Af hverju? Er ég eitthvað..." en ég komst ekki lengra því þeir ranghvolfdu báðir í sér augunum, hnussuðu og færðu sig í burtu, með fyrirlitningarsvipinn ennþá framan í sér. Þetta fannst mér merkilegt. Ég minntist þess ekki að hafa séð þá áður, og vildi hvorki kannast við að vera menntasnobbuð né líta út fyrir að vera það. Ég held ég líti ekki einu sinni út fyrir að vera með hærri greindarvísitölu en tré, þannig að það er ánægjulegt ef þeir hafa lesið annað úr svip mínum og fasi. Hitt þykir mér hins vegar líklegra, að ég hafi einhvern tíman hitt þá á tjúttinu og sagt eitthvað sem hefur sært þá svona mikið. Kannski hef ég sagt: "Bíddu... eruð þið kannski ómenntaðir??" eða "ji ég meika ekki svona fólk sem er ekki komið í háskóla."
.... þótt það verði hins vegar að teljast afar ólíklegt líka.
Annars var þetta kannski móðgun sem ég ætti að taka sem hrósi. Eins og um daginn þegar ég (bráðum 25 ára) og Hildur Fr (bráðum 26) vorum á næturlífinu og einhver mannvitsbrekkan hreytti í okkur: "Þið eruð nú ekki deginum eldri en nítján!"
posted by Hildur at 11:18 PM
Alltaf þegar stjórnvöld eru í vanda og sitja undir aðdróttunum þess efnis að þau hafi látið ákveðna málaflokka sitja á hakanum koma þeir með töfralausnina, sem er að lofa að "skipa nefnd til að gera úttekt á því". Það er lausnin á öllu og alltaf gott svar. Ég er að spá í að gera þetta. Ég ætla að skipa nefndir til að gera úttektir á
Þá verður allt gott.
posted by Hildur at 10:00 PM
Til þess að vera ógeðslega smart og mikill besserwisser þarf maður að vita fullt af staðreyndum, og það er mjög gott ef þær eru þess eðlis að ekki margir geta vitað þær. Til dæmis að það séu um þessar mundir borgarstjóraskipti í Mbabane (höfuðborg Swazilands), þjóðhátíðardagur Búrkína Fasó sé 4. Ágúst og að fyrirliði færeyska knattspyrnulandsliðsins heiti Uni Arge. Svo er líka töff að geta vitnað í ekki
Le Monde heldur "Mondinn". En ég er því miður ekki það góði í frönsku, að minnsta kosti ekki fyrir áttunda bjór. En ég get þó gert það sem er næstum eins svalt, sem er að vitna í
Múndinn
posted by Hildur at 7:41 PM