Viðskiptahugmynd!Mig langar svo að einhver stofni svona byssuklúbb, þar sem maður getur komið og fengið að skjóta úr alvöru byssum á einhverjar svona skotskífur. Mig langar að prófa skammbyssur, hríðskotariffla og annað skemmtilegt og held að ég myndi reglulega kaupa mig inn á svona fínerí. Hins vegar langar mig alls ekki að skjóta menn eða dýr, eða eiga skammbyssu heima hjá mér og þess vegna væru byssuklúbbar mikil búbót fyrir mig. Þannig að þið vitið hvað þið eigið að gefa mér í útskriftargjöf í vor ef svona byssuklúbbur verður ekki kominn; -one way ticket to Austin, Texas!
PS. Ég átti í málefnalegum og ölæðislegum skoðanaskiptum við ungan mann um helgina, sem sagði í viðurkenningartóni að ég væri þó fyndnasti femmari sem hann hefði talað við. Ég var rosa glöð að heyra þetta, alltaf gaman ef einhver álítur mann vera fyndinn. Svo fór ég að hugsa. Þetta er kannski ekkert sérstaklega mikið hrós, þetta er kannski svipað því að vera álitinn gáfaðasti meðlimur vitlausramannafjelagsins. Ég held nefnilega að "femmarar" séu almennt ekki álitnir fyndnir, að minnsta kosti ekki í augum þeirra sem kalla þá þessu gælunafni.
posted by Hildur at 2:03 PM
a href="http://www.wxplotter.com/ft_nq.php?im">
ó já. Ég skora óvenju hátt. 22 % fólks er meira nörd en ég. En tékkið á þessu líka: www.politicalcompass.org
Ég komst að því að ég er enginn bölvaður miðjumoðari...!
posted by Hildur at 2:12 PM