Í gær var ég að keyra framhjá gatnamótum þar sem löggubíll kom aðvífandi frá hlið og ég var næstum búin að keyra á hann. Í ljós kom að þetta var einhver gaur á mínum aldri, líklegast sumardrengur, og hann sá sig knúinn til að stoppa mig og minna mig á "hægriregluna". Það orð hringdi engum bjöllum hjá mér.
Löggimann: "Jú, þegar þú keyrir um gatnamót hafa þeir forgang sem koma hægra megin við þig."
Ég: "Nú, af hverju segirðu það?"
L: "Af hverju segi ég það? Hefurðu aldrei lært hægriregluna?"
É: "Ha.. jaaá... einmitt. Hægrireglan.."
L: "Já mundu það næst!"
Og með þeim orðum fór hann í burtu, án þess að hafa spurt mig til nafns eða krafið mig um ökuskírteini (sem betur fer því ég er löngum búin að týna því).
En hver kannast eiginlega við einhverja "hægrireglu"? Ég er allavegana búin að vera með bílpróf í 8 ár án þess að þekkja hana, enda alveg laus við skynbragð á áttirnar tvær, hægri og vinstri, hvort eð er. Ég neita að trúa því að þetta sé einhver regla sem ökumenn almennt þekkja og fara eftir!
posted by Hildur at 6:02 PM
Oh mig langar svo að nöldra, ég er í ógeðslegu nöldurskapi en dettur ekkert skemmtilegt í hug til að nöldra yfir. Það er ógeðslega ömurlegt og glatað. Ég bara þoli það ekki!
posted by Hildur at 5:33 PM