Þá má geta þess að ég mun dveljast í Þýskalandi alfarið í boði þýska ríkisins. Ég fæ meira að segja vasapeninga frá þeim. Það verður áreiðanlega notalegt að vera á þýska ríkisspenanum, en þetta eru þeir að bjóða upp á til þess að eignast fleiri svona Þýskalandsvini. Ef þið mynduð spyrja mig þá yrði ég eflaust að viðurkenna að þeim væri nær að eyða öllum þessum evrum í alla atvinnuleysingjana þar í landi... En þeir verða auðvitað öllu bættari samt sem áður við að fá mig í heimsókn. Já já.
Annars veit ég ekki alveg hvort ég eigi að vera að blogga utanfrá. Það er svo óspennandi að segja frá öllum allraþjóðakvikindunum sem enginn þekkir... En það verður bara að koma í ljós á næstu dögum og vikum!
posted by Hildur at 12:46 PM
Ég eyddi út síðasta pósti því hann var of pólitískur. Ég nefnilega er búin að ákveða að pólitíkin er of asnaleg til að tala um hana.
Annars er ég að fara til Dojtsland á Sunnudaginn. Ég verð í 8 vikur. Fram að því þarf ég að vinna, pakka niður, flytja, skrifa BA ritgerð, og gera mig sæta fyrir utanför.
Hvað í helv... er ég að eyða tímanum í að blogga?
posted by Hildur at 4:53 PM