Alltaf thegar ég spyr frétta ad heiman thá fae ég fréttir af vedri. Mér er alveg sama hvernig vedrid er, ég vil fá eitthvad slúdur. Sem betur fer vard Berglindýr vid theirri ósk minni í gaer og sagdi mér frá thví ad núna vaeri thad ordid rosalega vinsaelt á Íslandi fyrir kvenfólk ad kraekja í einhverja tuttugu árum eldri gaura. Thad vaeri ordid jafn vinsaelt og ad ná í yngri menn.
En mikid var ég fegin ad heyra thetta af thví ad loksins get ég komid med skýringu á einhleypinu mínu fyrir mömmu og ömmur mínar. Ég nefnilega kýs helst menn á mínum eigins aldri, en ég á audvitad engan séns í thá thar sem their eru ýmist í hlutverki "sugardaddy" fyrir einhverja unglinga eda í hlutverki dýrra leikfanga fyrir einhverjar throskadar kellingar. Ef ég tek mig til einn daginn og ákved ad ganga út thá verdur thad bara ad koma í ljós hvort ég fari á harmonikuball á Grund eda diskótek í Frostaskjóli. Já madur verdur ad fylgja tískustraumunum hverju sinni.
posted by Hildur at 6:47 PM
Ach jaAlles gut í Dojtsland. Ég er komin med thýskt símanúmer, s. 0049-1778180726. Hringist ad vild
posted by Hildur at 6:19 PM
Scheiße!
Ég er as ví spík á internetkaffi sem vaeri ekki frasögur faerandi nema ad ádan thurfti ég ad troda mér a milli stóla tveggja tussulinga sem vildu ekki faera sig. Og vid trodninginn festust buxurnar mínar vid annan stólinn og rifnudu alveg vid buxnaklaufina. Og nú tharf ég ad labba í gegnum Tyrkjahverfid med opna buxnaklauf og verda sjálfri mér til háborinnar skammar.
Svei
posted by Hildur at 6:58 PM
Gehaben!Hafi einhver einhvern tíman haldid thví fram ad thad vaeri snjallt ad gera sig breidan í útlöndum med einberri thjódrembu og auglýsa ad á Íslandi búi heimsins fallegustu karlmenn, sterkustu konur, hreinasta vatnid og óspilltasta náttúran, thá tilkynnist vidkomandi hér med ad slíkt er í haesta máta pínlegt fyrir thá sem á hlusta. Í dag vard mikill metingur í mínum bekk hver vaeri frá besta landinu med ofangreindum atridum, thar sem allir tóku thátt í umraedunum nema ég og einn arabi sem ég man ekki frá hvada landi er. Thad er ekki haegt annad en ad hrista höfudid yfir slíkum metingi.
Annars nota allir í München almenningssamgöngur, ekki bara börn, rónar, námsmenn og gamalmenni eins og heima, heldur líka jakkalakkar og dragtakellingar. Svo ku hlutir eins og thrádlaust net thykja hinn mesti ótharfi og plebbaskapur thegar til eru internetkaffistadir. Já margt er sérstakt í útlandinu.
posted by Hildur at 12:29 PM