Það verður víst lítið um afslöppun í náttfötunum þessa helgina þar sem ég var óforvarandis boðuð á einhver skröll, annað meira að segja uppi í sveit. Og þótt ég geti svosem eytt þynnku í náttfötunum þá kalla ég það ekki afþreyingu þar sem stór hluti tímans fer í skjálfta, í fósturstellingunni og bömmer yfir því að þurfa eftirleiðis að ganga með hauspoka opinberlega og því að einhver Svetlana Jeltsínova sé alltaf að senda mér sms. Nei eða þú veist.
Hefur fólk annars tekið eftir því í Kastljósinu að kynnarnir taka alltaf blaðabunkana í hendurnar eftir að hafa talað? Til hvers? Það fer nett í pirrurnar á mér.
Góða helgi.
posted by Hildur at 4:11 PM
Ég ætla að eyða allri helginni í leti á náttfötunum. Það er afskaplega vanmetin afþreying.
posted by Hildur at 1:00 PM
Ég bara skil ekki hvernig nokkur manneskja með snefil af réttlætiskennd, og sem jafnvel lýgur upp á sig "frjálslyndi" getur varið jafn óverjandi fyrirbæri og þá skerðingu tjáningarfrelsisins sem felst í
launaleyndHjálpi mér flestir, ef ekki allir, heilagir
posted by Hildur at 4:16 PM