Spánarstúss!
Já ég er í Spánarstússi, enda er ég nú að fara út á þriðjudaginn! Það er þá loksins að maður hleypi heimdranganum 22 ára gamall. Ég þurfti meira að segja að hringja til Spánar í gær og blaðra á útlensku og það gekk bara ljómandi vel! Samt finnst mér alltaf óþægilegra að tala útlensku í síma heldur en í eigin persónu.
Ég er strax komin með heimþrá, enda er ég aðeins of einföld sál til að geta lifað í flakki milli heimshorna og fjarri heimaslóðum. Ætli ég hafi ekki einmitt gott af þessu af þeim sökum. En ég vil ekki láta vini og vandamál gleyma mér á meðan ég er stödd í landi Spánverja og því ætla ég að bjóða mínu velgjörðarfólki til teitis heima hjá mér í Barmahlíð 21 á laugardaginn kemur. Mæting svona uppúr 9.
Hasta la vista beibí!
posted by Hildur at 1:45 PM