Thad er aldeilis ábyrgd sem madur tharf ad axla gagnvart thessu blessada bloggi. Tóta er allavega stórhneykslud á ad ég er ekkert búin ad skrifa í meira en 10 daga. Leti er eina skýringin á nennuleysinu mínu. En nú er ég thunn og ómoguleg og hef ekkert annad ad gera en ad hanga á netinu á seinvirkustu tolvu í heimi. Ég fór í gaer út ásamt fólki frá Írlandi, Hollandi, Austurríki, Ungverjalandi, Spáni, Englandi og Thýskalandi (djamm er ekki djamm nema thad sé allavegana einn thýskari med!). Nema hvad ad vid byrjudum á stad sem minnti mig óthyrmilega á Vegamót og thessa stadi (tónlistin var svipud og svona) og thar var ekki einu sinni haegt ad fá vodka í RedBull! Meira ad segja vedrid hérna minnir á Ísland, thannig ad ég hefdi allt eins getad verid heima. En okkur dvaldist ekki lengi tharna, enda soknudum vid oll spaenska píkupoppsins thannig ad vid skelltum okkur á Gabanna og CanCan og thar var undirritud á rassgatinu og gerdi skandala eins og alltaf. En í fyrradag fór ég líka út um kvoldid, meira ad segja tvisvar. Fyrst med Rachel, Louise (írsku stelpunum) og nokkrum gódglodum thýskurum beint eftir tímana á tungumálanámskeidinu, og svo med Carmen og Roberto vini hennar á Gabanna. Ég laerdi ýmislegt nýtt, eins og til daemis gott ordtak ef ske kynni ad fólk er saman í hóp og allir aetla ad gera eitthvad nema thad er einn eda tveir sem nenna thví ekki: "O follamos todos o la puta al río" (semsagt í meiningunni "annadhvort gerum vid thetta oll eda sleppum thví). Spaenskumaelandi vinir mínir heima á Fróni aettu ad skilja thetta. Annars eru dagarnir hér afskaplega rólegir yfirleitt. Ég er í svona thremur tímum á dag, svo sef ég, fer í raektina og á blessada námskeidid og svona. En á morgun er menningarferd til Salamanca med írsku og ensku gellunum thannig ad madur reynir nú ad vera duglegur ad gera eitthvad ad viti. Hasta luego!
posted by Hildur at 4:40 PM