Jaeja, bara kominn annar í jólum thannig ad thetta er ad verda búid. Ég verd ad vidurkenna ad thad er soldid dapurlegt ad vera staddur fjarri heimahögunum á jólunum. Sérstaklega fannst mér thad á adfangadagskvöld thegar fjölskyldan hringdi í mig. Thau voru thá búin ad opna pakkana og borda kalkúninn, en ég var ad undirbúa mig fyrir teiti. Teitid var svo ekkert slaemt. Bara soldid skrítid ad skála vid alla klukkan 12 á midnaetti og óska gledilegra jóla, og hlusta á sudurameríska tónlist. Nóg var um brennivínid á bodstólum, en undirritud rétt sulladi í sangríunni. Saknadi maltsins og appelsínsins. Ég taladi vid fólk hédan og thadan úr heiminum og bordadi sleppimat minn, kjúkling. Mér finnst kjúlli ekki gódur nema í einstaka réttum, en ég bordadi til ad forsmá ekki veitingarnar. Amma mín sagdi mér ad svoleidis vaeri ljótt ad gera, og fer ég eftir hennar rádum.
Allavegana, partýid stód til klukkan hálf fimm og var ordid hálf súrt í lokin. Fólk sat med gítarinn og spiladi og söng sudur amerísk lög sem ég hef aldrei heyrt og kann ekkert í. (partý med gítar... minnir mig á landsbyggdapakk!) Reyndar var mér réttur gítarinn eitt sinn med theim fyrirmaelum ad syngja eitthvad íslenskt. Í stadin fyrir ad koma mér undan med blygdun yfir eigin vankunnáttu á gítar og lagleysis, thá mundadi ég gítarinn, plokkadi eitthvad bull á hann og söng "Sísí fríkar úti". Salurinn var bara nokkud ánaegdur, fannst lagid flott. Já madur verdur ad bera sig eftir björginni!
posted by Hildur at 4:39 PM
Jaeja Thorláksmessa og alles madur. Ekki beinlínis jólalegt hér í Madríd midad vid thad sem madur er vanur; madur vaknar klukkan 9 á morgnanna med dagsbirtuna í augunum og thad er nóg ad fara bara í gallajakka til ad skýla sér, enda er 16 stiga hiti. Og á adfangadag? Jú thad verdur FIESTA eins og thau gerast ójólalegust. Thad verdur ekkert "skálad klukkan sex, jólasteik og möndluís, opna pakka og dansad í kringum tréd". Nei, gledin hefst klukkan 22 og á svaedinu verdum vid eintómir strandaglópar og aetli vid drekkum ekki bara kampavín og tekíla.
Annars er fátt ad frétta nema bara thad ad skólinn er búinn í bili og ég er ad njóta thess ad spóka mig um baeinn, sýna mig og sjá adra. Adallega samt sýna mig. Sídastlidinn föstudag var sídasti skóladagur, og á leid minni út stoppadi málfraedikennarinn mig, thví hann vantadi hjálp med verkefni sem hann var ad gera, thar sem hann ber saman ensku, spaensku, íslensku og japönsku. Thess má geta ad hann talar ekkert af thessu nema spaensku og smá ensku. Allavegana, hann lagdi fyrir mig eftirfarandi setningar á ensku til ad thýda yfir á íslensku: "John hammered the metal flat. John watered the flowers flat. John jogged the pavement flat. John drunk his eyes out." Undirritud hvádi og setti hljódan. Hvernig í ósköpunum er haegt ad segja thetta bull á íslensku?? Jú thad er svosem haegt ad "hamra málminn flatan", en hitt hljómar sem argasta Swahili fyrir mér. Ég daudskammadist mín fyrir lélega kunnáttu mína í eigin tungumáli, en svo kom sannleikurinn í ljós. Thad er ekki haegt ad segja neitt af thessu á spaensku eda japönsku. Ekki vissi ég ad thetta hafi verid gildra!
Ég held thad sé vit ad ég fari og undirbúi mig fyrir jólin. Madur getur ekki fagnad faedingu jesúbarnsins lítandi út eins og útigangshross. Ég tharf náttúrulega ad skafa daudu húdfrumurnar í andlitinu á mér, lúsakemba höfudid og fara í skyndimegrun.
GLEDILEG JÓL!!!!!
posted by Hildur at 2:25 PM