Thakka ykkur fyrir sem sendud mér kvedju á afmaelisdaginn, og thid hin.... tja ég er
ekkert reid, en ég skal muna thetta naest thegar thid eigid afmaeli!
Allt í gódu samt.
Já ég er ordin öldrud kona, 23 ára gömul. Thessi umskipti í lífi mínu (thad er ad segja
aldursskipti) urdu á föstudaginn var. Thad er ad sjálfssögdu alltaf gott vedur á afmaelinu
mínu eins og allir vita, en ég komst ad thví ad vedurgudirnir föttudu ekki ad ég vaeri
á Spáni thennan afmaelisdaginn. Vid aetludum nefnilega ad grilla og spila boltaleiki
en haldidi ekki ad thad hafi byrjadi thrumur og eldingar!! Vid flúdum í snarhasti í
írsku höllina (okkar íbúd var adeins of mikid í rúst eftir eftirpartý á midvikudags-
kvöldid) og thar fékk undirritud nóg af sangríu og díssaetri afmaelisköku (sem var
reyndar bara med 19 kertum) og teitid barst audvitad útum allan bae, og endadi á thví
ad ég kom heim med lítinn kettling sem ég hafdi fundid úti á götu. Greyid var umkomu-
laus og hafdi greinilega verid týndur í einhvern tíma. Berglind hló vid og sagdi ad sumir
sem hún thekkti kvörtudu undan thví ad medleigjendur theirra kaemu hist og her heim
med ókunnuga karlmenn á nóttunni, en ég vaeri ekki ein af slíkum, ég tilheyrdi theim
hópi sem kaemi heim med ókunnuga ketti.
En kisan okkar er mjög kelin og vingjarnleg, er reyndar alveg á mörkunum ad éta
okkur út á gud og gaddinn. Hvernig getur eins lítil kisa étid eins mikid?
Ég er ekki ad ná thessu...
posted by Hildur at 12:52 PM