Já Tóta ég er hálfgerður vandræðagemsi að vera að kvarta yfir vinnu sem ég er ekki einu sinni byrjuð í og hef samt fengið á þessum síðustu og verstu tímum mikils atvinnuleysis. En ég kvarta bara upp á þá vanmetnu list, að kvarta. Annars mætti ég í gær og leist bara vel á mig. Hins vegar líst mér ekkert á sjálfa mig, það er hvað ég er búin að borða hræðilega mikið undanfarið. Þetta byrjaði á föstudeginum þegar ég, Sólborg og Ninja fórum út í bónusvídjó með kisuna hennar Sollu, hann Gismó (sem er algjör dúlla!!) og leigðum B- mynd og keyptum sælgæti á við fimm manns. Á Laugardeginum var ég að passa frændur mína og þar var pöntuð dómínós flatbaka með brauðstöngum og ég át þartili ég fékk ofsjónir. Á Sunnudeginum fór ég með Kamillu, Júlíu og foreldrunum upp á Þingvelli þarsem kafflihlaðborði voru gerð góð skil, við nefnilega borgum ákveðið mikið á mann og megum svo éta eins og við viljum fyrir sama verð, og að sjálfsögðu reyndum við að græða með því að éta ógislega mikið. Eftir það var stopp í Eden í Hveragerði og étinn ís, nú og svo brunaði ég beint í Kópavoginn til að hitta Ásdísi og Berglindi, horfa á MR myndina (þar sem við sáumst að sjálfsögðu) og borða heitan brauðrétt og Betty Krokker köku. Í gær var átinu haldid í skikkanlegu lágmarki um daginn, en um kvöldið var partý hjá Eddu sem á afmæli í dag, á þjóðhátíðardeginum sjálfum, og þar voru saltstangir étnar og rauðvín og bjór teygað. Þess má geta að síðar fórum við Sólborg niður í bæ og sáum hvað við vorum miklir aldursforsetar miðað við flesta aðra bæjargesti. En allavegana þá var átmetið slegið í dag þarsem ég fékk mér pulsu með öllu og svo lambalæri og eplaköku um kvöldið.
Já ég á eftir að vera í laginu eins og amaba, sérstaklega í ljósi þess að ég hef ekki efni á að fara í líkamsrækt næsta 1 og hálfan mánuðinn.
Ef þið sjáið amöbu með liðað svart hár þá er þetta bara ég!
Gleðilegan 17 júní!
posted by Hildur at 9:41 PM
Það breytist ýmislegt á meðan ég skrepp til útlanda. Í hvert einasta skipti sem ég kem heim aftur
þá er uppáhalds útvarpsstöðin mín hætt, eins og til dæmis í þessu tilfelli múzík.is. Já þið getið
kennt mér um þetta! Nú og svo er toppsjopp hætt og nýjar byggingar risnar sem voru það ekki
áður en ég fór út. Gott ef ad kisan mín er ekki orðin eldri líka. En það verður ekki á allt kosið.
Ég er annars orðin svo húðlöt að ég nenni ómögulega að vera að byrja að vinna á mánudaginn.
Helst væri ég til í að hanga bara daginn út og inn fyrir framan imbakassann og fara í einstöku
ljósatíma eða líkamsræktartíma, að sjálfsögðu eftir að hafa sofið til hádegis. Nú og svo um helgar
mála bæinn rauðan og vera alltaf í mesta partýstuði af öllum. Og eiga nógan pening, helst of
mikið á honum. En lífið er tík, helvítis útriðin uppdópuð tík sem skyldar mann til að mæta á
móttöku á háls-nef og eyrnadeild hvern einasta virkan morgun klukkan 8 með stírur í augum og
fúlan andardrátt að taka á móti tímapöntunum fyrir einhverjar mannvitsbrekkur út í bæ sem
þurfa endilega að hitta læknana sína, bara til að skaprauna mér.
Ekki það að ég sé í neitt vondu skapi núna, ég er bara að gera tilraun til að breyta bloggstílnum
mínum.Það er líklegast leiðinlegt til lengdar að lesa alltaf eitthvað : "hérna vid fórum á gedveikt
skemmtilegan klúbb í gaer og aetli madur reyni ekki bara ad verda brúnn núna eda eitthvad"
Var ég biluð plata í fyrralífi???
posted by Hildur at 12:05 AM