Ef Ásdís Björnsdóttir les þetta má hún gjarnan hafa samband. Ég nefnilega finn ekki netfang stúlkunnar.
Erindið hefur með ÁsBerg&HillInc. að gera, Berg&Hill hluti þess félags var að funda á msninu. Þetta er allt saman háleynilegt.
Ég ætla annars að nota tækifærið og monta mig aðeins. Ég er að fara út að borða á morgun, á Lækjarbrekku... Ókeypis! Svo fæ ég víst líka eitthvað ókeypis á barnum.
Það er sannarlega búbót við mánaðarlok. Heyr á endemi.
posted by Hildur at 9:52 PM
Ég var að spjalla við Bjössa með mér í bekk (þeas 6-A) á msninu áðan og hann sagði að skólinn sygi og viðskiptafræðin væri blautböllur. Maður bara hreinlega missti saur þarna.
Ég segi nú bara, lái honum hver sem vill á morknum þriðjudagsmorgni í Janúar! Mínar verstu æskuminningar eru frá því þegar ég vaknaði á þriðjudagsmorgnum fyrir allar aldir, klæddi mig í létt sumarföt (eins og ég geri gjarnan á köldustu vetrarmánuðum) og barðist svo í gegnum skafrenning til þess eins að mæta í
Hlíðaskóla sem er reyndar uppfinning Kölska. Það var þó ennþá verra þegar ég þurfti að gera slíkt hið sama til þess eins að taka
Kópavogsstrætó til að fara í Tónó, svo ég tali nú ekki um
skólasundið!
(kannski er ég bara heppin að þetta skyldu vera mínar verstu benrskuminningar).
En maður verður nú að vera svolítil Pollýanna í sér (já sei sei) og vera þakklátur súrum vetrarmorgnum, því að það er ekki síst þeim að þakka að maður kann að meta helgar og kvöld.
posted by Hildur at 11:18 AM