Heyr á endemi!
Haldiði að ég hafi ekki rekist á Iðunni spænskukennara í fyrradag þegar ég var að skakklappast
á staurfótnum niður Laugaveginn. Eins og vanalega var ég með hugann einhvers staðar lengst
í burtu (kannski Búrkína Fasó) þannig að hún þurfti að garga á mig til þess að ég liti við til að
heilsa henni. Ég held ég hafi móðgað marga manneskjuna á götum úti með því að heilsa henni
ekki, ýmist af því að ég hef tekið eftir henni en bara rétt kannast við svipinn á henni án þess
að fatta að þetta er aldagamall kunningi (ég man svo illa andlit) nú eða það sem líklegra er; ég
horfi beint í augun á einstaklingnum en er ekki að horfa, heldur bara að hugsa um eitthvað út
í loftið þannig að ég fatta ekki neitt. Ef einhver sem les þetta hefur lent í því að ég hef starað á
hann/hana úti á götu án þess að heilsa, þá er skýringin semsagt komin hér með.
Hitt er svo reyndar staðreynd að fólk sem ég man eftir (þá þegar fattarinn er í sæmilegu ásigkomulagi)
þekkir mig ótrúlega oft ekki aftur, allavegana ef einhver ár eru liðin frá því að ég hitti það. Ég
held að ég sé bara með óeftirminnanlegt andlit, jah eða bara
óvenjulega venjuleg í
útliti. Ég sem hef alltaf reynt að stefna að sem minnstri meðalmennsku. Þetta er semsagt
afraksturinn.
Frambjóðendafílingur í HÍ
Stúdentapólitíkin er í brennidepli í HÍ og það er vart þverfótandi fyrir sykursætum og stimamjúkum
frambjóðendum, sem bjóða manni gull og græna skóga fyrir það eitt að merkja X við þeirra lista á
kjörseðlinum. Helst langar mig að kjósa
Röku eða
Vöskvu, ég held ég
verði ríkust á því. En ég er jú búin að lofa bræðrum mínum og aldagömlum félögum
Tótlu og Bryndísi
því að ég muni kjósa þær, reyndar stóð líka til að ég færi niður á Kosningamiðstöð til að
vera með áróður, en svo sveik ég
Bryndísi alveg
herfilega án þess að ætla mér það.
En ef Vaka vinnur með eins atkvæða mun verður mér alveg örugglega fyrirgefið, þarsem að þá
verður mitt atkvæði álitið dýrmætari en allur heimsins áróður.
Lítiði annars á myndina af frambjóðendunum tveimur. Það vantar ekki útgeislunina, vinsamlegheitin
og kúrekatannlímsbrosið. Stelpur, af hverju fariði ekki í forsetaframboð? Það mætti nú alveg
fríska upp á Bessastaðina núna!
posted by Hildur at 12:41 PM
Jæja þá er maður kominn á
hækjur í þriðja sinn á einu ári.
Það er ekki auðvelt líf að vera með lélegt hné sem fer úr lið á stundum. Það liggur við að maður heimti bætur fyrir vikið.
posted by Hildur at 5:46 PM