Ég er þessa helgina að reyna að rembast við að lesa Stjórnmálaheimspeki en ég er ekki að melta
þetta efni nógu vel. Ég fer alltaf að hugsa um eitthvað annað. Ég gekk reyndar svo langt áðan að
ég fór að horfa á Ómegu. Þar voru tveir zíonistar að ræða um ástandið í Ísrael og Palestínu og
býsnast yfir öllum gjörðum araba og hvað þeir einir væru sekir um ástandið, eins og við má búast
af zíonistum. En þegar þeir voru búnir að ræða það fram og til baka tóku þeir fram í lokin að þeir
hötuðu nú ekki araba frekar en aðra. Hatrið byggi í múslímskri bókstafstrú en ekki fólkinu sjálfu (!!).
Máli sínu til stuðnings sagði annar þeirra: "Já það veit ég að hvaða arabi sem er sem tekur Biblíuna
og les hana og frelsast í nafni Jesú Krists verður um leið ljúfur eins og lamb." -Og í framhaldi af
þessu bentu þeir á að friður myndi ríkja í heiminum um leið og þeim hefði tekist að snúa öllum
múslimum, hindúum, búddistum og trúleysingjum til kristinnar trúar, enda byggi friðurinn í Guðs
orði en hvergi annars staðar.
Ég segi nú bara: Það eru svona viðhorf sem sanna það að sumir eru allt of síngjarnir og hrokafullir
til að friður muni nokkurn tíman komast á í heiminum.
posted by Hildur at 6:48 PM
já ég fékk svona nokkurs konar McSálgreiningu á Drive Through Psychoanalysis. Alltaf gott að geta komist
að leyndardómum eigin sálarlífs á 10 mínútum á netinu. Þess má líka geta að ég er ofæta samkvæmt OA
samtökunum, alki skv AA samtökunum og samkvæmt einhverju á Persóna.is hef ég vægt þunglyndi.
Trúiði því? Ég sem er alltaf eins og sólin sjálf!
Hvað þýðir annars Schizotypal??
Disorder | Rating
Paranoid: Moderate
Schizoid: Moderate
Schizotypal: High
Antisocial: Low
Borderline: Low
Histrionic: Moderate
Narcissistic: Moderate
Avoidant: Moderate
Dependent: Low
Obsessive-Compulsive: Low
URL of the test: http://www.4degreez.com/misc/personality_disorder_test.mv
URL for more info: http://www.4degreez.com/misc/disorder_information2.html
posted by Hildur at 10:02 AM