Það skyldi þó ekki vera að þarsíðasta bloggfærslan mín hafi gerst svo fræg að fá umfjöllun í DV! Já, í því blaði í dag gefur að líta lítinn dálk með umfjöllun um skoðanir stjórnmálafræðinema á Hannesi Hólmsteini. Titill greinarinnar gefur til kynna innblástur höfundar af mínum skrifum, og ég er meira að segja nefnd á nafn. Höfundur tekur fram að hann hafi skoðað heimasíðu Politicu, félags stjórnmálafræðinema, og fundið þar hlekki yfir á blogg stjórnmálafræðinema, og að það sé lítið um pólitísk skrif á þeim. Í mínu tilfelli er það alveg eðlilegt. Flestir vinir mínir sem lesa þetta blogg hafa hvorki áhuga né vit á stjórnmálum; hafa rétt örlítinn grun um hver Davíð Oddsson sé, -í mesta lagi. Hversu áhugavert er fyrir þetta fólk að lesa áróður gegn Faríseum og Frjálshyggjuplebeium á blogginu mínu?
En nú hef ég séð mig um hönd. Ég stefni sjálf á að verða blaðamaður í framtíðinni, og nú þegar ég hef séð að dálkahöfundar geta slysast til að sækja innblástur af blogginu mínu þá verð ég að standa mig í stykkinu og röfla um pólitík. Maður vill auðvitað miðla sinni visku til sem allra flestra!
posted by Hildur at 12:47 PM
Ég verð að segja að Þjóðarbókhlaðan má eiga það að þar tekur skemmtilegur köttur á móti manni, hann Funi. Hann er oftast að chilla í andyrinu og ég klappa honum á kollinn. Að því leytinu til er Þjóðarbókhlaðan áhugaverður staður.
Annars held ég að ég verði að fara að ráða persónulegan stílista. Það væri gott að fá the fabulous five til þess að ráðleggja mér. Ég nefnilega var að passa 4 ára gamla systurdóttur mína í morgun, og leit af henni í fimm mínútur eða svo, og þegar ég leit á hana aftur var hún búin að komast í málningardótið mitt og klína maskara í þykku lagi á augabrúnirnar.
"Diddí! Sjáðu nú er ég svona gella eins og þú!" sagði hún sigri hrósandi.
posted by Hildur at 3:21 PM
Það hlaut að koma að því eftir heila önn í tímum hjá Hannesi Hólmsteini að hann segði eitthvað sem ég gæti verið fullkomlega sammála og tekið mark á. Í síðasta tímanum, í gær, vorum við að tala um hvernig við værum að fíla stjórnmálafræðinámið. Hann ráðlagði okkur að taka BA í stjórnmálafræði og fara svo í eitthvað annað í mastersnám. Ég var sammála því. Og hann ráðlagði okkur líka að gera eitthvað öðruvísi; "Ekki fara í London School of Economics og skrifa milljónustu ritgerðina um Evrópusambandið". Mér finnst nokkuð til í þessu. Ég er orðin svolítið spennt fyrir að fara til Brasilíu, Rússlands eða Argentínu. Ja eða bara til Íslands, í MA í blaða- og fréttamennsku ef ég kemst inn. Hvað finnst ykkur?
Ég var áðan að labba í hægðum mínum miðsvæðis í the city of Reykjavík innan um franska sjóliða í fáránlegum búningum. Ég held reyndar að búningarnir þeirra tengist valdastöðu þeirra þar sem sumir eru í einhvers konar löggubúningum sem eru mjög karlmannlegir og virðulegir. En flestir eru í svona matrósafötum og með
stúdentshúfu með dúski. Fáránlegt!
Svo kom einhver áróðursmeistari aðvífandi til mín með undirskriftarlista og hélt ræðu yfir mér um Ástþór Magnússon og forsetaembættið. Hvatti mig til að skrifa undir. En mig langaði ekki að gera það. Ég er á móti Ástþóri, ekki af því að hann er friðarsinni, -ég er líka friðarsinni-, heldur af því að hann er með útstæð augu. Nú voru góð ráð dýr því að mér finnst alltaf svo erfitt að segja nei. Í staðinn sagði ég bara "En ég er ekki íslenskur ríkisborgari." Það er sterkur leikur að segja það og ég mæli með því! Reyndar var mér ekki hrósað fyrir fádæma góða íslenskukunnáttu, sem mér fannst hálf skrítið.
Svo legg ég til að framhaldsskólanemendum sé meinaður aðgangur að þjóðarbókhlöðunni. Þeir eru alveg óþolandi, og þó að þeir fari þangað í sama tilgangi og ég, -til að hössla-, þá geta þeir ekki gert það án þess að flissa, blaðra saman og hópa sig saman í kaffihúsaspjall innan um sér eldra og þroskaðra háskólafólk. Hvernig væri að safna undirskriftum gegn þeim?
posted by Hildur at 5:25 PM
Ég er nú svo vitlaust að ég kann ekkert á þetta heimska blogg. Ég var að reyna að setja inn afbragðs góða mynd af Barbie þar sem hún er orðin dökkhærð og mótmælir því að þurfa alltaf að ganga í fötum úr gerviefni og háhæluðum skóm, og talar niðrandi um Ken. Það fannst mér geta verið ég.
Ég reyni einu sinni aftur
hér
Ég er í þokkalega miklu stressi þessa dagana útaf prófum, eins og flestir aðrir háskóla- og framhaldsskólanemar býst ég við. Ég er fyrirfram búin að klúðra Aðferðafræði II. Held ég. Er einhver góður í henni?
Annars var ég að klára 10bls ritgerð í gær og stefni á að klára aðra slíka fyrir föstudag. Segið svo að ég eigi mér ekki líf!
En hey, þið sem horfið á Sex& the City. Hvernig finnst ykkur leikarinn sem leikur unnusta Samönthu Jones?
Hann er AÐEINS huggulegur!
posted by Hildur at 12:52 PM