Það er sannarlega erfitt að vera virðulegt, gamalt og grátt fress á þessum síðustu
og verstu tímum. Hann Bangsi minn, sem sést á myndinni hérna fyrir neðan, þekkir
það manna og katta best, þar sem hann er alltaf að lenda í því að tveir kettlingar
úr næsta garði eru að troða sér á hans yfirráðasvæði og slást við hann. Hvers vegna
skyldi hann Bangsi annars vera svona grár? Jú, af því að kettlingarnir tveir eru
alltaf að leika hann svo grátt.
Annars tilkynnist hér með að ég
náði Aðferðafræði II, prófinu sem
ég mætti í og drullaði upp á bak sælla minningar. Fékk hvorki meira né minna en 6,0.
Er það ótrúlegt eða ótrúlegt??
posted by Hildur at 6:19 PM
Kæri blogger,
Ég er þurrausin og steingeld. Það er ekkert í umhverfi mínu sem hvetur mig til dáða
hér í bloggheiminum. Tja ég gæti farið að röfla um hvað ég gerði í dag, síðustu daga
og um helgina, en svoleiðis blogg finnast mér leiðinleg. Ég verð að finna upp
á einhverju heimspekilegu og hnyttnu til að segja frá, en það er skemmst frá því
að segja að hugurinn starfar ekki nema til hálfs þegar ég er ekki í skólanum eða
í prófum. Forboðnir ávextir eru sætastir; þegar ég er í próflestri og má ekki taka
mér frí frá lestri til að blogga, þá bara get ég ekki stillt mig um að skrifa á
hverjum degi.
En þegar ég hef allan tíma í heimi til að blogga eins og vindurinn dettur mér
ekkert í hug.
posted by Hildur at 6:20 PM
Tannpína
Ég var að brjóta fyllingu í einum jaxlinum, reyndar gerðist það
fyrir helgina, þegar hvítvín og greip-breezer var teigað í massavís.
Mér svíður afskaplega mikið og fæ ekki tíma hjá tannsa fyrr en á
fimmtudaginn. Þetta er fín megrun. Ég get ekkert étið nema mjúkt fæði,
og ekkert kaffi, ekkert gos og að sjálfssögðu ekkert sælgæti.
Maður ætti kannski bara að sleppa tannsa. Þá verð ég mjó og spengileg.
Látum svefnleysi og sársauka ekki skipta neinu máli!
posted by Hildur at 11:52 AM