Kæri lesandi,
Ég vil byrja á að hvetja þig til að skrifa undir hér:
Þarft og brýnt mál hér á ferðinni.
að öðru leyti er ég bara hress, helgin að byrja, og ég í sæmilegum gír. Eða
eins sæmilegum og gírinn getur orðið.
Hafið það gott.
P.S. Guð blessi gróðurhúsaáhrifin.
posted by Hildur at 1:16 PM
Ef einhver, sem les þetta blogg nú, er á leið í háskólanám þá vil ég ráða viðkomandi
heill og mæla gegn Félagsvísindadeild. Ég er búin að fá eina einustu einkunn núna, og
það eru næstum fimm vikur síðan ég fór í fyrsta prófið. Þessir kennarar ganga svei mér
þá ekki alheilir til skógar. Fussumsvei!
En úr því að minnst er á HÍ þá langar mig að deila með ykkur fyndinni sögu. Kamilla
systir mín, sem er ári eldri en ég, var að klára stúdentinn um daginn og er að fara í
japönsku í HÍ í haust. Hún á tvær dætur, 3 og 4 ára gamlar. Daginn sem Kamilla
útskrifaðist fórum við fjórar upp í bíl og sóttum ömmu í veisluna. Júlía Kristín, sú
eldri, spurði móður sína: "Mamma, hvað heitir aftur skólinn þinn?"
Kamilla svaraði svo:
"Hann heitir Fjölbrautaskólinn við Ármúla".
Svo spurði hún mig: "En hvað heitir skólinn þinn Diddí?"
Ég: "Hann heitir Háskóli Íslands."
JK: "Og hverjir fleiri eru í honum?"
Ég: "Fullt af fólki."
JK: "Og hvað heita þau?"
Ég: "Veistu ég bara veit ekki hvað allir heita."
JK (full meðaumkunar): "Veistu ekki hvað allir heita sem eru með þér í skóla? Er það
ekki leiðinlegt?"
Ég: "Jú það er frekar leiðinlegt, en bráðum byrjar mamma þín í skólanum mínum, og þá
verðum við báðar í háskólanum."
JK (rosa glöð): "Vei! En gaman! Þá getið þið alltaf hist í frímínútum og leiðst!"
posted by Hildur at 2:07 PM
Á Spáni, þar sem ég bjó, eru þeir með sérstaka þjónustu svona erótískra tannlækna:
Og blaðaauglýsingar eru ekki af verri endanum, ó nei:
Jamm það er margt skrýtið í kýrhausnum í Spanjólalandi.
posted by Hildur at 10:51 PM