Jæja ég skal hætta að úthúða Skandínövum í bili. Enda nóg af viðkvæmum
sálum sem lesa þetta blogg og hafa hagsmuni að gæta. Ég held líka að
víkingahattalúðarnir séu ekki einir um samsæri; það eru samantekin
ráð hjá mótshöldurum og keppendum EM að bola út þeim liðum sem ég held
með; sem eru Ítalía, Þýskaland, Spánn og England, í réttri röð. Reyndar
er ég fegin því að Frakkarnir séu úti. Alltaf verið mest á móti þeim.
Nóg um EM. Enda hálf sökkar það.
Hörður nokkur ljósmyndari var höfðinglegur í gær og laumaði boðsmiða
í Grape Vine partý inn um lúguna í Barmahlíðinni. Farið var í það í gær
og þar var margt frírra veiga. Sem er gott þar sem maður er á mörkum þess
að skrimta svona í mánaðarlok, peningalega séð.
Ég var svona að spá; í raun þarf ekki mikið til svo að mér stórlíki við
fólk svona í viðkynningu. Það eina sem til þarf er að fólk hlægi að
fimmaurabröndurunum mínum. Enda líkar mér vel við flesta. Er ég bara
svona hræðilega einföld?
posted by Hildur at 1:07 PM
Ég held að þessir samnorrænu ræflar, hinir illræmdu Skandínavar, séu ekki
með neitt nema skít í hausnum. Þetta var samsæri á EM. Já fjandans samsæri!
posted by Hildur at 9:19 PM