Ertu utan af landi?
-er spurning sem ég heyri alloft. Ástæða þess ku vera sú að ég þyki
tala fornaldarlega íslensku. Ekki svo að skilja að ég sé sammála því,
mér finnst ég bara tala eins og maður "á" að tala. Ég sé ekkert því
til fyrirstöðu að nota orðið
amboð yfir verkfæri,
reka yfir
skóflur,
brók yfir buxur og þar fram eftir götunum. Svo er það skoðun
mín að orðtök hafi verið fundin upp til þess að þau yrðu notuð og til að krydda
málið. Á mínu heimili fæ ég aldrei athugasemdir við málfar mitt enda
eru foreldrar mínir íslenskumógúlar miklir, og þó að systur mínar fari
kannski aðeins varlegar í forníslenskuna en ég þá skilja þær mig samt
alveg. Unglingunum í hópnum mínum finnst ég hins vegar snarrugluð fyrir
vikið.
"Þú talar eins og níræð kerling"
"Amma mín talar ekki einu sinni svona!"
"Af hverju segirðu ekki bara
verkfæri?"
"Hvað þýðir "að malda í móinn"?"
"Æi geturðu ekki bara talað eins og við, þú veist, svona mál sem er hægt
að skilja?"
"Ertu utan af landi?"
-eru setningar sem ég heyri daglega.
Í fyrsta lagi er ég gömul sál. Svo þykja mér orðtök skemmtileg. Svo tala
ég einmitt mál sem er hægt að skilja, enda er íslenska opinbert tungumál
þessa lands. En eigi er ég landsbyggðamær svo gjörla!
Ég hef aldrei álitið það neitt eftirsóknarvert að búa á einhverju
krummaskuði úti í rokrassgati þar sem tískan er alltaf áratug á eftir
siðmenningunni, "rúnthringurinn" er hálfur kílómeter, og fólk er byrjað
að reykja tíu ára, búið að stunda kynlíf með öllum þorpsbúum 11 ára
og fátt þykir fínni drykkur en Séníver í Spur jah nema ef vera skyldi landi.
En eitt má þetta blessaða fólk að eiga. NEI, ekki það að það
kunni
til verks eins og það stærir sig gjarnan af, heldur það að það talar
sómasamlega íslensku. Af hverju eru Reykvíkingar svona hræðilega
svalir, að þeir taka ameríska sjónvarpslágmenningu fram yfir lestur góðra
Bóbó Lax-bóka? Af hverju eru orðtök ekki í tísku?
Ég er ekki ennþá búin að segja ungmennunum í hópnum mínum frá þeim góðu
stundum sem ég átti í MR þegar ég kvaðst á við vini mína. Þeim finnst ég
nógu mikill sérvitringur að hafa verið í MR yfir höfuð þó að þetta bætist
ekki við. Ásdís og Berglind, hvað segið þið um að varpa á mig eins og einum
fyrriparti sem ég botna svo, svona upp á að rifja upp gamla tíma?
posted by Hildur at 5:13 PM
Hinn fullkomni maður:
Í lokin má sjá konur að bíða eftir hinum fullkomna manni.
(svona fyrir þá sem ekki eru sleipir í spanjólamáli)
posted by Hildur at 5:13 PM
Voor al mijn Nederlandse vrienden en speciaal aan Jochem:
Hallo,
Sorry dat ik alles alleen maar in het IJslands schrijf hier.
Maar ik hou nog wel van jullie hoor!
Tot ziens
Hildur
posted by Hildur at 10:23 PM