Jæja stúlkan er bara að fara flytja í 101 eins og allt siðmenntað fólk og uppgjafa djammarar. Það er náttúrulega kominn tími til að maður hleypi heimadrangann (æ hvernig segir maður þetta? Erna frænka?) þó svo að ég sé nú ekki það mikill heimalingur að ég hafi alltaf búið hjá gamla settinu. En jæja.
Ég má ekki taka köttinn minn hann Bangsa með mér, enda var það ekki ég sem borgaði fyrir hann inn ðe först pleis (já við keyptum köttinn, enda afbragðs gripur þar á ferð) þó að hann haldi að ég eigi sig mest. Honum myndi svosem leiðast hjá mér þar sem ég er lítið heima, en í Barmahlíðinni er alltaf fólk, pabbi vinnur heima, Júlía systir er alltaf með vinkonur í heimsókn og Kamilla systir á tvær litlar stelpur sem nenna alltaf að sinna honum. Þið sem dáið ketti eins mikið og ég skiljið þjáningu mína en þið sem hafið ekki öðlast nægan þroska til að skilja hvað þeir eru mikil snilldardýr (ekki síst hann Bangsi), ykkur er hvort eð er ekkert viðbjargandi, o svei!
Sjáumst í siðmenningunni!
posted by Hildur at 4:15 PM