'tjaðstoða?
Ókei ókei, ég skal halda áfram að blogga fyrst þið biðjið svona fallega elsku krúttarabollurnar mínar.
En afsakið hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast, ég hef bara verið svo upptekin. -Vá, þetta er ekki í fyrsta skiptið á ævi minni sem ég segi þessa setningu, en þetta er alveg áreiðanlega í fyrsta skipti sem ég get sagt þetta með góðri samvisku og meint þetta. Skrítin tilfinning.
Ég er semsagt búin að vera að vinna á hverjum degi í vikunni langa vinnudaga. Það var verið að opna búðina og ég er aukinheldur ný. Já og þar fyrir utan er ég komin í starf þar sem ég svíf um með metersmeiklag í smettinu, sykursæt og stimamjúk, og er öll eyru þegar kúnnunum, sem ég aðstoða svo liðlega, þóknast að tala. Já og ég er búin að "seifa nokkra frasa í templeitinu" sem ég gríp til eftir hentugleika. Það er allt rosalega
klæðilegt, smart, sparilegt og
flott á öllum.
Ég sem er vön að ganga um í lörfum, hlusta ekki þegar aðrir tala, og vera á þeirri skoðun að fólk eigi að klæðast þeim fatnaði sem það vill sjálft og ekkert vera að gera veður úr því eða segja manni ævisögu sína fyrir vikið.
Það er margt skrítið í kýrhausnum.
posted by Hildur at 1:04 PM
Ég er í vondu skapi. Það gengur allt á afturendanum hjá mér þessa dagana. Ég er að spá í að hætta að blogga. Bless blogg. Bless allir. Hæ stress....
posted by Hildur at 1:34 PM