Ég verð að segja að ég varð dálítið fegin þegar ég sá þessa grein
http://www.politik.is/?id=897 um daginn á Pólitík. Þarna orðaði önnur manneskja nokkuð sem hafði hvarflað að mér í nokkurn tíma en ég hafði ekki fyrir að nefna. Að vísu er þetta ekki pólitísk grein, og hugsanlega á hún heima annars staðar en á vefriti ungra jafnaðarmanna. En ég er sammála því að svo virðist sem vitsmunir og það, að hafa skoðanir, er ekki í tísku. Að minnsta kosti blasir það við þegar maður skoðar sora á borð við tímaritið "Orðlaus", sem og erlend glanstímarit á borð við "Glamour" og "Cosmopolitan". Já, og til að gæta allrar sanngirni, þá gildir þetta ekki bara um "kvennatímarit", heldur muniði væntanlega flest eftir sorpbleðlinum "Undirtónum". Það væri móðgun við afturenda sæmilega skynsams fólks að láta það skeina sér með slíku rusli. Það er eins og fólk eigi að vera ofurmateríalískt, ofurupptekið af útliti, og megi ekki hafa skoðanir á hlutunum ef það ætlar að vera töff. Þar fyrir utan er ljótt að vera að hafa aðra skoðun en þá að: "æ þú veist, ég meina, ef fólk fílar'etta þá er 'etta bara kúl og kemur öðrum ekki við." Og það er ekki svalt að vita aðra hluti en hvaða föt séu í tísku, hvaða popparar séu frægastir, og hvernig á að ganga í augun á hinu kyninu (bara augun, alls ekki eyrun).
Þetta mál er hið versta.
Kær kveðja, ég.
PS. Ég segi þetta ekki
bara af því að ég er ógeðslegur besserwisser og veit allt og tek málefnalega afstöðu til veigamikilla álitamála samtímans. Eða jú.
posted by Hildur at 1:45 PM