Hver segir að efnisleg gæði geti ekki gert mann hamingjusaman?
Fyrir jólin spurði ég fjögurra ára gamla systurdóttur mína í einberri forvitni hvað ég fengi í jólagjöf frá fjölskyldumeðlimunum. Hún hugsaði sig um eitt andartak og svaraði spekingslega: "Ég held þú fáir eitthvað svona fullorðinsdót". Og það reyndist vera rétt hjá henni. Ég fékk kaffivél og kaffikrúsir, samlokugrill, brennivínsglös, bækur til að lesa, eróbikkfatnað, kerti og engin spil. Ég er öllu sáttari fyrir vikið og vildi óska að jólin væru oftar á ári. Hvað fenguð þið í jólagjöf?
posted by Hildur at 3:09 PM
Jólin
Nr #1.
Fjölskylduhjálp og mæðrastyrksnefnd hafa staðið í ströngu við að útbýta fatnaði, mat og peningum til þurfandi fólks. Það er auðvitað gott framtak en leiðinlegt að það skuli vera svona margir sem þurfa á þessu að halda í velmegunarþjóðfélagi. Þegar fólk kemur til þess að fá þessa aðstoð verður það að sýna örorkuskírteini, beiðnir frá prestum eða annað í þeim dúr til þess að sanna fátækt sína. Manni finnst það einkennilegt að slíkrar sönnunar er krafist, en satt best að segja ku ástæðan vera sú að annars kemur víst vel stætt fólk í hrönnum, þykist vera fátækt og sparar sér þannig pening fyrir jólin. Það er ekki í lagi með suma. Sumu fólki er nákvæmlega ekkert heilagt, og það vílar það ekki fyrir sér að villa á sér heimildir til þess að geta þegið gjafir frá velgjörðarfólki sem heldur að það sé að hjálpa bágstöddum. Þess vegna neyðast þeir þurfandi til þess að sanna að þeir eru fátækir. Kannski lítur sumt ríkt fólk á jólin sem hverja aðra gróðrastíu, þar sem aðrir líta svo á að það sé tími til að hjálpa öðrum.
Fólk er fíbbl
Nr#2
Það er erfitt að finna góðar jólagjafir og ekki bætir það úr skák þegar þeir, sem eiga að fá gjöfina, segjast ekki vita hvað þeir vilja í jólagjöf. Svoleiðis hógværð er einungis til trafala, og kann ég ráð við því. Ég spyr si svona: "Hvað viltu í jólagjöf?" Viðkomandi: "Æ ég veit það ekki, er ekkert búin/n að hugsa það" Ég: "Allt í lagi. Ef mér dettur ekkert í hug að gefa þér föndra ég bara handa þér eitthvað dót úr pappamassa og gef þér í jólagjöf"
-Þá stendur nú ekki á óskalistum! Ég mæli með þessu ráði, það klikkar ekki.
posted by Hildur at 1:31 PM
Ég var að fatta allt í einu að það eru í alvörunni að koma jól! Ég hef víst eins og sumir haft um allt annað að hugsa undanfarið. Annars finnst mér að við ættum að hætta að halda jól og fara að halda eitthvað annað í staðinn. Til dæmis hátíð heiðingjanna sem þeir héldu á þessum tíma fyrir kristnitökuna, ég held það hafi verið hátíð rísandi sólar. Já og svo langar mig til að halda Ramadan.
posted by Hildur at 3:05 PM