Aumingjaskapur
Ég er búin að vera veik undanfarna daga, með hita og sjálflýsandi grænt hor. Ég var eitthvað að hanga uppi í rúmi með teppi og heitt kókó og lét meira að segja foreldra mína sækja mig til að ég gæti látið þau snúast í kringum mig í Barmahlíðinni; en þá tók ég upp á því að hugsa. Ég hugsaði: Er það ekki bara aulaháttur í mér að vera veik? Er ég ekki komin í beinan kvenlegg frá Grundar-Helgu og fleiri hraustum? Ég má ekki vera að vorkenna mér. Þannig að ég ætla að gefa skít í veikindin og skella mér á sveitt reif, í netabol og pínupilsi í kvöld.
posted by Hildur at 4:01 PM
Völvuspá Hildar 2005
Ég vildi að ég hefði þá náðargáfu að sjá fram í tímann. Þá gæti ég gert mjög vísindalega spá fyrir árið. En ég hef ekki þá náðargáfu þannig að ég ætla bara að nefna nokkur atriði sem ég held að muni gerast á árinu:
Nylon verða fengnar til þess að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision (þökk sé plöggaranum Einari Bárðar) og komast ekki áfram í aðalkeppnina og skyldi engan undra.
Í ljós mun koma að Tupac Shakur er ekki dáinn eftir allt saman.
Sumarið mun verða óvenju vætusamt.
Undirrituð fær sér sílikon.
Fleira verður það ekki.
Ps. Ég er að spá í að búa til svona lið hérna á blogginu sem heitir "selebb vikunnar". Hvernig líst lesendum á það framtak? ... Selebb þessarar viku er pottþétt Kiefer Sutherland.
posted by Hildur at 3:56 PM