Dó!!
Ég ruglaði víst saman Ice-T og Ice Cube í síðustu færslu, og einhver að nafni Anonymous benti mér á það. Vinsamlegast skrifið undir nafni elsku þið, hvort sem ég þekki ykkur eða ekki! Annars minnir þessi misheyrn mig á ýmislegt annað, enda er ég afar gjörn á að misheyra lagatexta og fleira. Því langar mig að rifja upp nokkur slík tilfelli:
Réttur texti:
"Aðfangadagskvöld fyrsta aðfangadagskvöld, á jólahátíðinni. Það aðfangadagskvöld fyrsta aðfangadagskvöld er enn barnahátíðin mest, la la la la barnahátíðin mest."
Svona heyrði ég það:
"......... Það aðfangadagskvöld fyrsta aðfangadagskvöld er eldvarnarhátíðin mest la la la la varnarhátíðin mest."
Réttur texti:
"IIIIIIIIII FREAK OUT!"
Svona heyrði ég það:
"AAAAAFRICA!"
Réttur texti:
"Tell me why I can't be there where you are"
Svona heyrði ég það:
"Tell me why I can't be there when you walk"
Réttur texti:
"It's the final countdown"
Svona heyrði ég það:
"It's the fire of downtown"
Réttur texti:
"Big girls don't cry"
Svona heyrði ég það:
"Big girls, small price"
Réttur texti:
"Adam átti syni sjö........ Hann sáði, hann sáði"
Svona heyrði ég það:
"Hann sá þig hann sá þig"
Réttur texti:
"Mamma geymi gullin þín, gamla leggi og völuskrín"
Svona heyrði ég það:
"Mamma geymi gullin þín, Kamilla leggi og völuskrín"
Réttur texti:
"You make me feel like a natural woman"
Svona heyrði ég það:
"You make me feel like a man, sure or woman"
Réttur texti:
"I'm crazy for you Mr. DJ"
Svona heyrði ég það:
"I'm crazy 'cause I miss the DJ"
posted by Hildur at 4:33 PM
Mér finnst svo fyndið að Ice-T skuli leika löggu í Law&Order-SVU. Hver man ekki eftir honum úr NWA að syngja: "Fuck the police. Fuck-fuck-fuck the police"? Eða eins og ég og gelgjuvinkonur mínar þýddum á sínum tíma svo fimlega: "Ríða löggunni. Rí-rí-ríða löggunni" En það má ekki stríða Ice-T eða NWA. Það er töff að vera með attitjút.
posted by Hildur at 2:03 PM
Gad dem
Við aularnir í Félagsvísindadeild byrjuðum ekki í skólanum fyrr en í dag fyrst og ég sé strax eftir því að hafa ekki eytt meiri hluta af jólafríinu í sukk, leti og óreglu. Ég var víst að vinna helst til mikið, stressast helst til mikið yfir BA ritgerðinni og huga helst til vel að mataræðinu. Svo hlakkaði ég til þess að fara að gera eitthvað "af viti" aftur. Je ræt.
Svo sé ég núna að mér leiðist allt sem heitir reglusemi.
posted by Hildur at 2:08 PM