Ég get ekki annað en látið í mér heyra á bloggernum þótt ég hafi frá engu merkilegu að segja. Ég ætla ekki að gerast aumingjabloggari aftur, að minnsta kosti ekki alveg á næstunni. Annars er það frétt útaf fyrir sig að hún Hildur Fr er á leið til landsins í dag, og ég og Kamilla systir höfum verið að spara okkur fyrir komu hennar hingað. Við nefnilega neyðumst til þess að kíkja á næturlífið, og við eigum það allar sameiginlegt að vera fyrirfram komnar á biðlista eftir lifrarígræðslu (af ástæðum sem ekki verða reifaðar hér), þekkja ekki hugtakið "siðferðiskennd" nema sem samheiti við gengdarlausa forræðishyggju og trúarofstæki, og djamma iðulega eins og það sé enginn morgundagur. Ég segi fyrir mitt leyti að ég myndi að minnsta kosti ekki vilja hitta neina okkar í dimmu húsasundi að kvöldi til.
posted by Hildur at 7:47 PM