Í fyrrinótt dreymdi mig að Leonardo DiCaprio væri að selja mér kókaín. Víman sem ég fór í í kjölfarið var æðisgengin og ég æddi út um allt smáíbúðarhverfið með tóman barnavagn. Ég hef aldrei neytt kókaíns en ef víman sem hún veldur er svona þá er sko bókað mál að ég ætla að ráða mig sem verðbréfamiðlara hjá KB banka og skrá mig í SUS strax á morgun, til þess að fá einhverja afsökun fyrir því að neyta þessa efnis. Þangað til ég kemst að því ætla ég hins vegar að halda áfram að vera morgunfúll, fátækur og drykkfelldur háskólastúdent.
En það er svo fyndið að alltaf þegar mig dreymir útlensk selebb, þá tala þau alltaf íslensku. Útlenska rúmast ekki í hausnum á mér þegar ég sef, og meira að segja þegar mig dreymdi að ég hitti Ósama Bin Laden í sundi og skammaði hann fyrir fyrirætlanirnar hans um að sprengja upp Reykjavík, þá talaði hann íslensku!
posted by Hildur at 12:01 PM
Ef maður er í lyftu á 15.hæð í blokk, og svo óheppilega vill til að vírarnir sem halda lyftunni uppi slitna og hún hrapar niður að hætti Newtons, ætli maður deyi þá? Eða er kannski nóg að hoppa rétt áður en lyftan skellur á jörðinni?
posted by Hildur at 10:54 AM