Alltaf gaman að sjá
svona femíníska uppgötvun. Gaman þegar fólk fattar að það er í raun femínistar þrátt fyrir að hafa hingað til alltaf sagt "Ekki það að ég sé femínisti, en..." og kemur svo í raun upp um sig sem slíka.
Annar skemmtilegur hlekkur er
hér. Þetta finnst mér svaka fyndið!
posted by Hildur at 1:23 PM
Að gefnu tilefniSumir eru hvumsa yfir því hvað ég nöldra mikið á blogginu. En ég geri það gjarnan og stundum geri ég það vel. Það er ákveðin list að nöldra á fagmannlegan hátt. Sumir bíta, berja, slá og meiða, en ég læt mér nægja að nöldra.
Ástæðan fyrir fúllyndi síðasta innleggs er sú að síðasta laugardag fylltist samyrkjubúið að Hávallagötu, þeas heimili mitt, af blekölvuðum landsbyggðaplebbum með gítar að mér forspurðri og þegar ég var að reyna að lesa mér til um fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Og úr því að minnst er á það, ég og þrjú önnur vorum að flytja fyrirlestur um peningaflæði hryðjuverkasamtaka á mánudaginn var, og bar saman um að það hefði verið meira áhugavert að skrifa um eitthvað meira grípandi, eins og til dæmis hryðjuverk og trúarbrögð. Og fórum að pæla; hafa hryðjuverk nokkurn tíman verið framin í nafni búddisma?
Ég held að búddismi sé mest kúl trúarbrögð í heimi.
posted by Hildur at 11:58 AM
Mér finnast ógeðslega púkaleg og ömurleg svona partý þar sem allir syngja sveitaballaslagara við gítarspil. Er einhver sammála því? Ég státa reyndar af því að hafa aldrei farið á sveitaball, og hafa ekki farið á útihátíð síðan 1996. Þess vegna kann ég ekkert svona lög. Mér finnst þetta líka vera svo landsbyggðalegt. Landsbyggðarfólk hefur ekkert um annað að velja en að djamma á félagsmiðstöðvum við undirleik Vina vors og blóma og/eða Sólstrandargæjanna. Þess vegna finnst þeim svona gítarsprell vera hin besta skemmtun. En þó sumir séu utan af landi er óþarfi fyrir okkur hin að vera að hæðast að þeim og herma!
posted by Hildur at 1:41 PM