Ég segi farir mínar ekki sléttar.
Ég var að klára síðasta prófið mitt í BA náminu (að öllu óbreyttu amk) í vikunni og nokkrar vinkonur mínar voru að klára síðustu stúdentsprófin sín á sama tíma þannig að við ákváðum að lyfta okkur aðeins upp í gærkvöldi. Fengum okkur öl og hvítvín í góðu tjilli á Hverfisgötu, og löbbuðum síðan niður í bæ. Nema hvað, á leiðinni mættum við hópi af ungum mönnum og það skipti engum togum að einn þeirra varð ofsaglaður að sjá mig, svo glaður að hann hljóp í áttina til mín og stökk í fangið á mér. Ég óaði við og datt á bakið og það með 80 kílóa mann í fanginu. Þá leit hann á mig og rak í rogastans: "Ó fyrirgefðu, ég hélt þú værir önnur" og hélt áfram för sinni. Og nú er ég með illt í bakinu og fíni hvíti jakkinn minn er allur út í gangstéttaskít, en án þess að neinn hafi verið ánægður að sjá mig. Nei það var manneskja sem líkist mér í fjarlægð sem kætir fólk svo mikið að það hleypur mig niður.
posted by Hildur at 4:11 PM
Stundum er fólk að spyrja mig hvað ég vilji fá í afmælisgjöf. Ég hélt ég væri búin að nefna það oft og mörgu sinnum. Ég vil:
Frið í Miðausturlöndunum -brauð handa hungruðum heimi -útrýmingu fátæktar -Ísland vinni júróvisjón -þyrlu.
Ef þið getið ekki reddað neinu af þessu, föndrið þá bara eitthvað dót fyrir mig úr pappamassa.
posted by Hildur at 12:49 PM
Tékkið á
þessuAnnars var ég að spá, ég ruglast alltaf á því hvað eru beinskiptir bílar og hverjir eru sjálfsskiptir. En nú er ég búin að læra þetta. Þeir bílar, þar sem prikið á milli framsætanna fer beint fram og aftur, heita sjálfsskiptir, en ef maður þarf sjálfur að skipta um gíra þá heitir bíllinn beinskiptur...!
posted by Hildur at 1:37 PM