Það eru vinsamleg tilmæli til lesenda þessa bloggs að kjósa annað hvort Moldóvu eða Noreg í júróvisjón í kvöld. Það eru bestu lögin.
Og úrslitakvöldið sjálft, kjósa hvað sem er nema alls ekki Bosníu Herzegóvínu. Það er ógeðslega klisjuleg og hallærisleg Abba eftirlíking og ég er dauðhrædd um að það vinni. Ef það vinnur afneita ég Evrópu. For ríl.
Gleðilega júróvisjóntíð!
posted by Hildur at 4:31 PM
Ég þakka árnaðaróskir og góðar kveðjur í síðasta pósti. Jamm ég er víst hætt að vera ungmenni á aldrinum 18-24 ára. Elli kerling er farin að segja til sín en það býttar ekki máli, ég er hvort eð er gömul sál og hef alltaf verið. Eitt ár til eða frá í aldrinum breytir því litlu.
Ég er annars með auglýsingu á heilanum sem ég vil endilega deila með ykkur. Það er svona bleiuauglýsing og maður les fyrir son sinn, aftur og aftur:
"Og litla lestin, hún brunaði. Tjú tjú tjú"
"Og litla lestin, hún brunaði. Tjú tjú tjú"
"Og litla lestin, hún brunaði. Tjú tjú tjú"
Sjáiði bara af hverju ég er svona rugluð eins og Raunber Vitni?
posted by Hildur at 1:44 PM