Ég um mig frá mér til mín
Ég skal segja ykkur það. Ég var ekki fyrr búin að jafna mig á fúllyndinu og skúffelsinu yfir því að hafa þurft að hætta við för mína til draumríkis sósíalismans í sumar þegar ég fékk tilkynningu þess efnis að ég hefði fengið styrk til að dveljast í Þýskalandi í tvo mánuði í haust við tungumálanám. Allt í boði þýskra skattborgara. Já ich bin eine Bayrische Mädel. Segjum það.
Fram að því ber ég hins vegar titilinn "skrifstofumaður" hjá Bílaleigu Flugleiða. Það er næstum eins og að vera "fulltrúi"!
posted by Hildur at 7:08 PM
Ég er byrjuð að vinna fulla vinnu eins og svo margir aðrir og það er ekkert grín. Það jafnast á við að vera í botnlausri spíttneyslu að vera í nýrri vinnu. Það finnst mér. Það er minna um svefn og meira um stress. Þess vegna er ég helst til latur bloggari þessa dagana.
Samt sem áður lét ég hafa af mér góðan morgunsvefn síðastliðinn laugardag og rífa mig upp á rassgatinu fyrir klukkan sex til að telja atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar. Málið er bara það að alltaf þegar ég bið um eitthvað (sem ég geri reyndar frekar sjaldan) og fæ neitun verð ég óskaplega leið og fúl. Þess vegna á ég að sama skapi óskaplega vont með að neita þegar aðrir biðja mig um greiða því að ég vil ekki vera andstyggileg. Enda læt ég líka pranga upp á mig svo gott sem hverju sem er og hafa mig út í hvers kyns vitleysu.
Hvað um það, einhver hefur orðið fúll yfir því að fá atkvæðaseðil sendan í pósti og sent hann til baka með orðunum: [b]Ég er ekki skráður í Samfylkinguna og hef aldrei verið. Ég myndi aldrei ganga í flokk sem segði "Ísland úr NATO -herinn burt". Þið eruð ekkert nema kommatittir."[/b]
Og ég varð undir eins sátt við að hafa látið plata mig í þennan þrældóm!
Hvað Evróvisjón varðar þá verð ég að segja að íslenska atriðið var með eindómum tilgerðarlegt. Lagið átti skilið að vera í topp tíu en atriðið eyðilagði þetta allt. Svo skil ég ekki alveg af hverju fólk er alltaf að röfla yfir því að Austur Evrópa sé að taka þessa keppni. Ég spyr; Hverjir voru með bestu lögin?
Voru það ekki Moldóva, Úkraína og Ungverjaland auk Noregs?
Við í vestrinu erum hreinlega að klikka.
posted by Hildur at 4:48 PM