Neytendahorn Hildar Þetta er einhver sú mesta vitleysa sem ég veit. Auglýsingarnar eiga að vera mjög töff: Enginn sykur, Ekkert kolvetni, Engar kaloríur, Ekkert koffín. Laust við það sem þú vilt ekki.
Er ekki verið að kidda mann? Þetta er einmitt það sem ég sækist eftir í gosi! Ég kæri mig lítið um ropvatn með nútrasvít og rotvarnarefnum, frekar fæ ég mér Gvendarbrunnsvatnið góða. Ekki svo að skilja að ég sé á móti hollustu; þvert á móti þá finnst mér gufusoðnir hey- og hundasúruklattar frá Grænum kosti, brauð með engu brauði (Speltbrauð) og plastkenndur ostur (11 % Gouda ostur) herramannsmatur. En þeir eru nú meiri dómadags vitleysan þessir dæet drykkir! Svei!
Góða helgi
posted by Hildur at 6:40 PM
Erfið helgi að baki með útsölum, Wig Wam í Smáralind og partýstandi. Nema hvað ég keypti tvo kjóla á útsölunum. Og ég skil ekki fólk sem vinnur í fatabúðum og heldur áfram að mæra flíkurnar sem maður er að kaupa þegar maður er búinn að ákveða að kaupa þær og á leiðinni að borga þær. "Þetta er ekkert smá sætur kjóll", "þú átt eftir að slá í gegn í þessu", "Við vorum einmitt að fá þetta, ekkert smá töff".
Það er kannski þess vegna sem ég entist ekki og myndi aldrei endast í fatabúðarbransanum. Mitt viðhorf er meira svona, mér er alveg sama hvernig fólk klæðir sig, það verður að eiga það við sig og sína samvisku. Og svo fyndist mér réttast að segja: "Keyff'etta bara ef þér sýnist en endilega ekkert vera að segja mér ævisöguna þína fyrir vikið"
posted by Hildur at 6:30 PM