Undirrituð gerðist sótölvuð í gærkveldi í standandi partýjum niðri í bæ, og reyndar var kenderí á Ölstofunni á þriðjudag líka. Ég var alveg búin að gleyma því hvernig það var að djamma á virku kvöldi. Það er reyndar saga að segja frá því að ég keypti mér tölvu á þriðjudeginum, og ætlaði þar með aldeilis að taka ritgerðarskrifin með trompi í kjölfarið. En það vildi ekki betur til en svo að hún steindrap á sér einni sekúndu eftir að ég kveikti á henni þannig að nú er hún í viðgerð. Ég held að það sé merki um að ég eigi ekkert að vera að stressa mig á þessu ritgerðarrugli og skella mér bara út á lífið í staðinn. Svona er lífið fullt af fyrirboðum og hindurvitnum.
Annars er ég stolt að segja frá því að Tóta systir var að eignast barn núna í dag og heilsast báðum vel. Ég var mjög spennt að vita hvors kyns barnið yrði, af því að mig langaði að vita hvort ég yrði frænka eða frændi. Ég reyndist verða frændi.
posted by Hildur at 3:33 PM
Mig langar að verða sendiherra. Það held ég að geti orðið reglulegt stuð. Reyndar langar mig í fleiri feitar stöður hjá hinu opinbera, en því miður eru þær vel flestar eyrnamerktar hægrisinnuðum karlmönnum í jakkafötum. En til að verða sendiherra þarf maður bara að byrja að skandalísera bigg tæm í pólitíkinni og þá fær maður sendiherrastöðu alveg óumbeðinn, eflaust í flestum tilfellum til að hinir aðeins flekklausari pólitíkusar losni við mann. En það verður gaman að vera sendiherra.
Annars er það að frétta af mér að næstu helgi verður síðasta djamm sumarsins, af því að ég þarf að fara að hætta að djamma og einbeita mér að þessari heimsku BA ritgerð minni sem aldrei ætlar að klárast. Ja eða þetta verður síðasta djammið fyrir utan MR reúníonið 5 Ágúst. Og Verslunarmannaeyjahelgina... Og síðustu helgina áður en ég fer út í haust.
Hver ætlar með?
posted by Hildur at 8:09 PM