Það getur verið erfitt að vera stjórnmálafræðinemi, ja eða reyndar stjórnmálafræðingur, og ég tala nú ekki um yfirlýstur afturhaldskommatittur, femmari, Evrópusinni og þar fram eftir götunum. Þeir sem mig þekkja vita nefnilega að þótt ég sé óttalegur pólitískur argaþrasari þá er ég hins vegar ekki síður stúlka hins ljúfa lífs og bara stundum nokkuð hress. Oft er ég einhvers staðar í góðra manna og kvenna hópi að skemmta mér og öðrum og nenni ekkert að rífast um línuívilnun og Macchiavelli, en í einhverju kurteisisspjalli kemur fram að ég sé búin að vera að læra stjórnmálafræði. Þá vilja flestir vita hvar ég stend í pólitík, -sem reyndar er svosem ekkert leyndarmál- en fyrir vikið má ég oftar en ekki heyra alls kyns pólitískar samsæriskenningar (sem eru reyndar þrælskemmtilegar oft) og hvað pólitíkin sé leiðinleg, Samfylkingin sé ömurlegur flokkur, kerlingar eigi bara að sætta sig við að vera óæðri körlum og hvað Evrópusambandið sé mikið skrifstofubákn sem vilji svipta Ísland sjálfstæðinu sem náðist svo glæsilega 17.júní árið 1944. Allt þetta á meðan ég myndi í raun frekar vilja hlusta á skemmtilega brandara og skandalísera.
Þetta er þó kidstöff miðað við eina frænku mína sem var að útskrifast sem guðfræðingur. Því fyrir vikið keppist fólk við að segja: "Jæja, hvernig er að vera guðfræðingur? -Hvað segir Guð?"
posted by Hildur at 4:11 PM
Ég sá
selebb á laugardaginn. Eigum við að ræða þetta eða?
posted by Hildur at 8:27 AM