Í dag er verkfall neðanjarðarlestarökumanna og strætóbílstjóra þannig að ég þarf að labba út um allt. En í staðinn þá læt ég mér nægja að hanga á þráðlausu neti á einu kaffihúsi. Annars finnast mér svona verkföll sniðug, og ég og einn Færeyingur í skólanum ætlum bráðum að láta hlekkja okkur við eitthvað víðfrægt minnismerki í Munkaþverárborg og fara í hungurverkfall af því að okkar lönd eru oft sniðgengin á landakortum. Sjá til dæmis
hér. Það er nú aldeilis fínt að
stóri bróðir og
litli bróðir skilja hvorn annan.
posted by Hildur at 2:56 PM
Ef ég tek mig til og opna bloggid mitt og ýti 1000x á refresh hnappinn á hverjum degi, thá sést thad á teljaranum. Thá get ég talist vera bloggselebb, en thad er jú markmid mitt í lífinu... ad verda bloggselebb t.e.a.s.!
posted by Hildur at 6:04 PM