Áramótaheitið mitt fyrir árið 2005 var að ég ætlaði að byrja að reykja á árinu, en ég er eiginlega hætt við það. Ég er nefnilega ekki sjálfsöguð manneskja sem hefur lag á að losa sig við áunnar fíknir. Síðastliðna tvo mánuði hef ég staðið í ströngu við bjórdrykkju og sælgætisát í Þýskalandi, og nú þegar heim er komið er aldeilis snúið við blaðinu. Ég er búin að mæta í ræktina á hverjum degi, fara í kikkbox og pallaeróbikk og í dag sippaði ég viðstöðulaust í 10 mínútur eftir 40 mínútur á þrektækjunum. Systkini mömmu gáfu mér þetta fína rafknúna blöndunartæki í útskriftargjöf og það er ekkert sem heitir. Ef ég slysast til að verða lekkersulten er skyri, ávöxtum og klaka skenkt ofan í tækið og fínustu hristingar búnir til.
Nema hvað. Ég er hreinlega ekki frá því að ég sé í bullandi fráhvarfi. Hvernig ætli mér myndi heilsast ef ég hefði byrjað að reykja og þyrfti að hætta því? Ég hreinlega býð ekki í það.
Úr því að minnst er á hreyfingu, þá má geta þess að pabbi er í tveimur fótboltahópum, sem hvor um sig spila tvisvar í viku. Í gær var árshátíð há öðrum þeirra og liðið hans pabba hafði sigrað keppni sumarsins, og hann kom tilbaka galvaskur með þennan fína bikar. Systurdóttir mín fjögurra ára sýndi gripnum mikinn áhuga og mátti til með að spyrja mömmu: "Amma, hvenær færð þú bikar fyrir leikfimina þína?" (en mamma er að æfa í Baðhúsinu)
Ég verð að segja að þar hitti hún naglann í höfuðið. Hvað er maður að skrölta í einhverri líkamsrækt þar sem markmiðið er að hreyfa skankana en ekki sigra neina andstæðinga? Af hverju fer maður ekki í alvöru íþrótt?
Því höfum ég, Kamilla og Júlía ákveðið að stofna fótboltahóp sem á að koma reglulega saman og spila til að vinna. Okkur vantar áhugasama í hópinn, hafið samband í síma 6979905 eða á netfangi: hillybillster[hjá]yahoo.com.au
posted by Hildur at 10:40 PM
Sköllrokkhljónstin
Höben verður með tónleika á Búmkikker um helgina og
svona mun næsta breiðskífa líta út. Tjekk it.
posted by Hildur at 10:49 PM
Ég fór einu sinni til spákonu sem af einhverjum ótrúlegum ástæðum gat lýst mér mjög nákvæmlega, án þess að hafa nokkurn tíman hitt mig áður. Hún sagði;
Þú ert félagsvera en finnst stundum gott að vera ein. Þú vilt gjarnan þéna vel en peningar eru samt ekki númer eitt í þinni forgangsröð. Þú vilt líta vel út en færir ekki í lýtaaðgerð án ítarlegrar umhugsunar.
posted by Hildur at 1:20 AM
Ég er búin að finna fullkomna skýringu til þess að segja hinni steinhissa móður minni og kröfum samfélagsins
hér. Ekki þar fyrir að ég hafi nokkru sinni verið í vafa sjálf.
posted by Hildur at 9:46 PM
Baccalaureus artiumÞað var hátíðleg stund í Háskólabíói í gær þegar ég ásamt þrjúhundruð og eitthvað öðrum kandídötum tók við prófskírteininu mínu þar sem Félagsvísindadeild gerði kunnugt að ég hefði hlotið latneskan fræðimannatitil. Það er skemmtilegt. Mér finnst svo skemmtilegt þegar ég fæ viðurkenningu fyrir eitthvað sem ég hef gert, þótt það megi svosem vel deila um merkilegheit þess að stúdera stjórnmálafræði út í hið óendanlega. En ég ætla ekki að gera lítið úr því að svo stöddu.
Svo var samkoma hér í Barmahlíðinni um kvöldið, og haldnar voru tvær ræður mér til heiðurs og það finnst mér skemmtilegt. Mér finnst svo skemmtilegt og hátíðlegt að heyra ræður og það er auðvitað toppurinn ef þær eru um mig. En móðir mín sagði í sinni ræðu að ég hefði verið einstaklega fallegt og gott barn (ekki var sagt eitt einasta orð um að ég væri falleg og góð fullorðin kona..) en að ég hefði alltaf átt til að sýna skap. Nú og svo minntist hún á hvað ég hefði verið mikill tossi í grunnskóla og menntaskóla, sem er viðeigandi í háskólaútskriftarveislu.
Seinni ræðuna flutti gamall fjölskylduvinur,
Stefán Jón. Hann benti á hið augljósa og sagði: "Skál fyrir því að loksins erum við jafnaðarmenn komnir með manneskju í okkar raðir sem hefur vit á stjórnmálum"
posted by Hildur at 8:28 PM