
Partítröll
Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.
Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.
Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.
Hvaða tröll ert þú?Þetta er skrítið. Ég sem hélt að ég yrði stjórnmálatröll... og ég sem er alls ekki tískulögga og þoli ekki OC. En þetta er skemmtilegt samt sem áður.
Hvaða tröll eruð þið?
posted by Hildur at 5:45 PM
Ég var kölluð "lágvaxin" í dag. Ég varð hissa og smá móðguð. Hvernig getur einn og sjötíu talist lágvaxið? Ég hef aldrei verið með neina svona hæðarkomplexa en núna hellast þeir yfir mig sem aldrei fyrr. Og ég skil það ekki. Á maður ekki að vera með svo gott sjálfstraust á tuttugasta og fimmta aldursári að maður kippir sér ekki upp við svona?
Ekki kippti ég mér upp við það á sínum tíma þegar ég var á djamminu ásamt kunningjum og frétti af því síðar að einn vinur kunningja minna hefði gefið mér auga og nefnt það við annan. Sá síðarnefndi var fljótur að þagga það niður með orðunum: "Blessaður gleymdu því maður, þessi er snarklikkuð, algjör femínisti!"
En það er svosem ágætt útaf fyrir sig af því að þetta er dæmisagan sem sannar að við femmurnar erum ekki femmur af því að við eigum ekki séns í strákana. Þvert á móti eigum við ekki séns í strákana af því að við erum femmur. Hér er orsökum og afleiðingum ruglað saman.
Góða helgi!
posted by Hildur at 11:30 PM
Magga móða og
Kamilla systir urðu um daginn illar yfir því hversu steingelt bloggið mitt væri orðið. Hér er víst lítið um neðanmálsvísur og dónasögur, og þær eru búnar að fatta af hverju; Það er ekki af því að ég sé nein puntudúkka, heldur af því að ég fer kannski í framboð í framtíðinni, og þá verður nú vont ef einhverjum tekst að grafa upp einhvern sora um mig. Þar sem ég aðhyllist macchiavellisma tel ég mikilvægt að sýna ekki á mér neitt veikleika, á meðan ég geng til bols og höfuðs andstæðingunum í baráttu um völd.
En ókei, ég veit svosem að pólitískt blaður er ömurlegt, nema ef manni tekst að halda því á svipuðu plani og hún Magga gerir, en hennar uppáhalds pólitíska umræðuefni er hvað
Frjálslyndir eru siðlausar fyllibyttur. Það geta allir skemmt sér yfir. Kannski maður gangi bara til liðs við Frjálslynda, þá vantar víst eina slíka byttu í sinn þingflokk.
Góð hugmynd?
posted by Hildur at 12:56 AM