Ég stend í flutningum þessa dagana með tilheyrandi stressi, og það þýðir óhjákvæmilega að ég þarf dálítið að eiga við bankana og einhver opinber skriffinnskubákn. Við slíkar aðstæður væri nú gott ef maður gæti verið með einhvern leiðan ávana sem myndi róa taugarnar. Reykingar koma auðvitað þar sterkt til greina. Ég held að þegar maður er búinn að kljá við hortugar stofnanir og þau andstyggilegheit sem þeim fylgja, að þá sé helvíti gott að geta fengið sér sígó. Ekki síst ef maður er með skjálfta í beinum og í miklum hugaræsingi.
Reyndar getur svosem verið að Jack Daniels gæti reddað taugunum á svona síðustu og verstu, ég segi það ekki.
Góða helgi
posted by Hildur at 9:47 AM


í tilefni jólanna fengum við systurnar okkur gullskó
posted by Hildur at 8:07 AM