Ég, Fischer og FólkmeðSirrýÉg ákvað einhvern tíman að ég myndi hafa svona "selebbaþema" á blogginu mínu einu sinni í viku, þar sem ég myndi ræða um mesta selebbið sem ég hefði fyrir hitt undangegna vikuna. En þá lenti ég í þeim vanda að sumar vikurnar hitti ég fjandinn hafi það ekki eitt einasta selebb sem orð er á hafandi og þá væri nú hallærislegt að fara að tala um að hafa séð einhverja pólitíska frambjóðendur úr Framsóknarflokknum eða gæjann sem spilar á píanó í FólkmeðSirrý þannig að selebbþemað var fellt út sem vikulegt þema. Þessa vikuna er hins vegar sannarlega ástæða til þess að brydda upp á því. Því ekki einasta sá ég Bobby Fischer keyra bíl í gær (jafnvel beinskiptan að ég held), heldur kom ég sjálf í bæði Fréttablaðinu og Mogganum í dag, kynnt til sögunnar sem virðulegur stjórnmálafræðingur að halda hápólitíska ræðu í Iðnó um eftirmiðdaginn -sem ég líka gerði með miklum eldmóði. Þannig að ég má að vissu leyti titla mig sem selebb í dag, og auk þess var ég kynnt til sögunnar sem fulltrúi ungu kynslóðar jafnaðarmanna, stjórnmálafræðingur og mastersnemi af engri annarri en henni FólkmeðSirrý SJÁLFRI.
Það er ekkert smá. Að vísu var ég ekki nærbuxnalaus í viðtali hjá henni eins og fólk er víst gjarnan þegar það rabbar við hana á opinberum vettvangi, en engu að síður þá tel ég mig ekki getað gert upp á milli okkar þriggja sem selebb vikunnar. Eitt stig á kjaft!
posted by Hildur at 5:39 PM
Ég var um daginn að ræða stjórnmál og trúmál við kaþólskan vinstrimann sem sagðist vera forviða á því að kapítalistarnir eru búnir að "stela" kristninni og rangnefna sig, þar sem kristnin gangi út á andstöðu við efnishyggjuna. Mér fannst það athyglisverður punktur. Ég hef nefnilega alltaf álitið kristni vera besta vin íhaldsstefnunnar. Með kristni er nefnilega hægt að firra samfélagið allri ábyrgð á lítilmagnanum. Það er nóg að höfða bara til "góðmennsku" þeirra hraustu og ríku til þess að hinir veiku og fátæku geti lifað af. Þeir eru ekki borgarar með nein réttindi, og ef svo líklega vill til að enginn miskunnar sig yfir þá þá mega þeir samt vera sáttir af því að þeir fara þá til himna þegar þeir deyja úr sulti. Lífið hjá þeim batnar við dauðann og þeir eiga ekki að kvarta af því að Guð vill ekki að þeir kvarti. Þess vegna hafði Karl Marx rétt fyrir sér þegar hann sagði að trúarbrögð væru ópíum öreiganna. Kúgunartæki kýs ég fremur að kalla það.
Amen
posted by Hildur at 10:55 AM
Mér skilst að lesendur þessarar síðu séu eitthvað hálf down yfir því hvað ég er búin að vera geld andlega séð og því datt mér í hug að bregða á það ráð að hressa þá við með
þessari skemmtun. Hann Davíð stendur fyrir sínu.
Pólitískt röfl á næsta leyti.
posted by Hildur at 11:22 AM