Ritaðu nafnið þitt hér í kommentakerfið...... og ég segi þér
a) eitthvað þrennt neikvætt um þig
b) eitthvað þrennt jákvætt um þig
Góðar stundir
posted by Hildur at 2:51 PM
Eins og einhverjir lesendur sjálfssagt muna eftir þá er ég styrktarmóðir 11 bráðum 12 ára drengs í Ekvador. Ég borga fasta upphæð mánaðarlega til að styrkja uppihald hans þar sem hann er munaðarlaus og allslaus blessaður drengurinn. Svo fékk ég líka þrjá óútfyllta gíróseðla sem ég má greiða aukalega að vild til þess að styrkja framtíð hans þegar hann hefur náð 18 ára aldri. Mér finnst hugmyndin að því góð, en ég hef áhyggjur. Sum styrktarbörn í útlöndum eiga kannski moldríka foreldra. Kannski eru Baugsfeðgar að styrkja börn á sama heimili og drengurinn minn er á, en Baugsfeðgum þykir 500.000 kall ekki vera peningur, það jafnast kannski á við bíóferð fyrir mér. En aumingja drengurinn minn á bara einstæða og fremur félitla styrktarmóður og þá fær hann miklu minni peninga heldur en þessi börn á sama heimili sem eru heppnari með styrktaraðila. Kannski get ég safnað 20.000 kalli þrisvar sinnum til að gefa honum. En það er auðvitað ekki peningur til að mennta sig eftir 18 ára aldurinn, jafnvel ekki einu sinni í Ekvadorpeningum. Blessaður drengurinn, ég verð að fara að gera eitthvað róttækt til að græða almennilega monninga fyrir barnið!
posted by Hildur at 1:52 PM
Einn fylgikvilla skammdegisins er sá að maður verður fölur og fár. Því miður gildir það líka um hana mig, en þar sem ég hef dökkan húðlit verð ég ekki fallega mjólkurhvít eins og sumir heldur verð ég svona grá. Svo sjást bláæðarnar í gegnum húðina og fólk spyr mig með vorkunnsömum tón hvað ami að mér. En það amar ekkert að mér, mig vantar bara að komast í ljós. Illt umtal um ljósabekki og skaðsemi þeirra hefur forðað mér frá því að mæta í slíkt í meira en tvö ár, og sú ljósastofa sem ég fór alltaf á er nú lokuð. Ég var að spá, ég veit að ljósabekkjabrúkun getur verið stórskaðleg og valdið krabbameini, en þar sem ég drekk aldrei diet drykki, reyki ekki og gúffa ekki í mig aspartami hlýt ég að eiga smá inneign í krabbameinsvöldun þannig að ég geti stolist í tvo þrjá ljósatíma!
Það kemur nefnilega ekki til mála hjá mér að fara í svona drullubrúnkumeðferð þar sem drullu er spreyjað á mann og maður verður brúnn. En það er nú bara sérviska í mér.
posted by Hildur at 6:23 PM
Djöfull verður það glatað ef íslenska júróvisjónlagið verður þýtt yfir á ensku. Ég sem var búin að fagna því að "við" værum búin að sætta okkur við að vinna ekki keppnina yfir höfuð, sjá að klisjukennd popp á útlensku skila sér ekki í sigri, og gera okkur grein fyrir því að enskir textar eru bull. Þess vegna hefðum við valið eitthvað grín. En það hættir alveg að verða grín og fer að verða asnalegt ef textinn verður þýddur yfir á ensku. Hvað er líka verið að forðast með því? Að við föllum úr sextánda sæti alla leið niður í það sautjánda? Úúúú!
Já Evróvisjón er mikið tilfinningamál fyrir okkur þartilgerða nörda.
posted by Hildur at 5:12 PM
Ég var eitthvað að messa í templeitinu sem ég geri sjaldan og er meinilla við. En ég bætti við því Hlistafólki og þeim afturhaldskommatittum sem ég kom við í bili, ég veit ég er að gleyma böns af fólki og ég á eftir að bæta því við. Svo er ég ekki með neinar fyrirsagnir af því að svoleiðis er óþarfa skraut. Ég verð seint meistari í bloggsmíði en ég verð þá bara meistari í einhverju öðru í staðinn. Getur einhver sagt mér hverjum ég er að gleyma?
posted by Hildur at 5:25 PM