Áðan var ég að spígspora niðri á höfn og þá kallaði einhver á mig: "Vil du köbe meget billig öl?" Ég leit við og sá danskan sjómann og svaraði: "Hvad mener du, har du billig öl?" og hann sagði "Ja vi har billig öl her på skibet." Og ég kíkti á togara sem hét Ildkruisen og gerði reyfarakaup; einn kassa af Tuborg á 400 krónur íslenskar. Þeir sögðu mér mennirnir að þeir ættu allt of mikið af þessu, þetta væri fraktskip með bjór frá Danmörku sem áttu að fara í ÁTVR en höfðu ekki tilskilin leyfi yfirvalda til að fara í búðir þannig að þeir sátu uppi með þetta algerlega verðlaust. Það verður víst nóg til af þessu langt fram á nótt telja þeir og ég hvet ykkur öll til að skreppa niður á Reykjavíkurhöfn og gera góð kaup á áfengi.
posted by Hildur at 7:59 PM
Því fer fjarri að ég hafi búið í foreldrahúsum fram að síðasta hausti. Fram að því bjó ég á Hávallagötu í ár, veturinn 2002-2003 bjó ég í Madríd og árið 2000 bjó ég í hálft ár á Hringbraut, og svo í nokkra mánuði 2000-2001 bjó ég í Blönduhlíð. En allan þennan tíma hef ég átt lögheimili hjá foreldrunum, þangað til síðasta haust. Af þeim sökum var ég í fyrsta skipti að fá rukkun fyrir afnotagjöld RÚV. Hólý mólý. Venjulega þegar okrað er á mér á einhvern hátt bölva ég
helvítis kapítalismanum í sand og ösku. Í þetta skipti neyðist ég hins vegar til þess að venda mínu kvæði í kross.
Helvítis sósíalismiGóða helgi
posted by Hildur at 5:32 PM
TremmaflensaÉg er búin að vera með tremma mikla flensu. Síðan síðustu helgi er ég búin að missa allavegana tvö og hálft kíló. Einhverjir kynnu að segja að þar væri um vökvatap og/eða vöðvarýrnun að ræða en það er ekki satt. Þetta er bara fitubrennsla!
Þannig að gleymið herbó, danska kúrnum og líkamanum fyrir lífið. Fáið frekar flensu hjá mér.
posted by Hildur at 1:57 PM
Ýkt mega
Ef einhver heldur að það sé góð hugmynd að vera með flensu og fara að leika míníalþingi (Þing Unga Fólksins) þá get ég vottað að það er það ekki. Sjallar buðu okkur í gær í Valhöll upp á kokteil sem ég held að hafi verið eitraður og í dag fengum við afturhaldskommatittirnir okkur pizzur sem litu alveg eins út óétnar og þegar búið var að kasta þeim upp. Það get ég vottað.
En hvort sem það er sökum flensu, aldurs eða einhvers annars þá verð ég að segja að ekki nenni ég að vera að æsa mig yfir ömurlegum stjórnmálaskoðunum kapítalista og annarra -ista. Einhvern tíman var ég hörkulegur sossi með ástríðufullar skoðanir en nú var ég bara að hissa að sjá svona marga æsa sig yfir einhverri pólitík.
Jamm
posted by Hildur at 10:21 PM