Föstudagurinn Langi er sannarlega leiðinlegur dagur. Þetta er svona helgur sorgardagur og ekki er slíkt nú mikið partýstuð. Fyrir sex árum síðan leigði ég herbergi á Hringbrautinni hjá systur minni og mági, beint á móti Grund. Og einn morguninn sá ég að Grundarbúar höfðu flaggað í hálfa og tilkynnti heimilisfólkinu: "það hefur einhver dáið á Grund". Ég hélt að vistmenn Grundar tækju fráfall félaga sinna svo hátíðlega að þeir flögguðu í hálfa í hvert skiptið, og sá ekkert einkennilegt við að slíkt gerðist bara einu sinni á ári þar á bæ. Ég tek daginn semsagt frekar lítið hátíðlega, allavegana minna hátíðlega heldur en
þessir tíuþúsund manns sem púuðu á mann sem guggnaði á eigin krossfestingu.
Annars verð ég nú að segja að mikið væri vel við hæfi ef Silvio Berlusconi hefði tapað ítölsku kosningunum í dag en ekki fyrir nokkrum dögum. Það væri þó táknrænt fyrir
Jesú Krist stjórnmálanna.
posted by Hildur at 7:26 PM
Ég var að mála mig eftir ræktina í gær og gleymdi snyrtidótinu. Ég fékk lánað hjá kunningsstúlku ódýran maskara og setti á mig. Þetta var svona hræbillegur sem fæst örugglega í Kolaportinu eða í einhverjum andskotanum. Það var rosaleg sápulykt af honum, og þegar hann var kominn á sveið mig í augun og ég fann sápulykt af öllu. Svo fór ég heim og fékk mér í gogginn og það var sápubragð af matnum. Ég þvoði maskarann af en sápulyktin er ekki enn horfin og mig dreymdi sápu í nótt.
Bjútí is pein segja þeir. Þetta var kannski vont en ekki fór ég nú að láta sjá mig ómálaða á götum bæjarins.
posted by Hildur at 10:35 AM
Jamm ér töffUnga, reiða konan var með
skammargrein út í flokksforustuna um daginn, og uppskar fyrir vikið skammarbréf frá einum Heimdellingi -sem er ekki frásögur færandi því að slík hef ég oft fengið-, og hvatningar- og þakkarbréf frá ónefndum þingmanni Vinstri Grænna. Hann spurði hvort ég vildi ekki ræða málin varðandi að flytja mig yfir til þeirra. Stuðningur minn við ESB-aðild er að hans sögn ekki fyrirstaða.
Það er spurning hvort maður eigi að fara að hugsa sinn gang...
posted by Hildur at 10:19 AM