Nú er ég hjá foreldrum mínum með köttinn minn í fanginu. Ég hef átt hingað erindi síðan á páskum en ég hef passað vel upp á að koma ekki fyrr en nú af því nú gat ég verið nokkuð örugg um að ekkert væri eftir af páskaeggjunum. Málið með þessi páskaegg er nefnilega að ég gæti alveg eins límt þau bara beint á kviðinn í stað þess að éta þau. Ég sver það. Súkkulaði er uppfinning Belsebúbs. Freistandi, og hefur slæm áhrif. Ég hef þurf að taka sérstaklega vel á í magaæfingum í ræktinni síðastliðna viku.
Annars verð ég að viðurkenna að það er ekki mjög skemmtilegt að hafa ekki um neitt annað að tala en vinnuna, ræktina og sjónmartið. Það er hins vegar það sem líf mitt snýst um þessa dagana. Einhverjir kynnu að segja að nú þyrfti ég að taka mig til, gera eitthvað spennandi og skandalísera, en þegar ég geri slíkt nenni ég ekki að segja af því sögur af því að þær eru mér iðulega í óhag. Það er ekki mjög gott. Þetta er mitt svæði, hér hef ég ALLTAF síðasta orðið.
PS. Djöfull er
þetta góð grein
posted by Hildur at 4:47 PM
Hjartnæmt viðtalÍ gær var ég að taka viðtal við einn herramann og fékk svona líka óstöðvandi hóstakast. En mér fannst svo óviðeigandi að hósta svona hressilega á viðmælendur mína að ég ákvað að beita öllum ráðum til þess að halda niðri í mér hóstanum. Og hann festist þá í öndunarfærum mínum og olli nístandi sársauka, sem olli því að tárin tóku að streyma niður vanga minn. Nú er ég engin Óprah, en við Óprah eigum það sameiginlegt að hafa tárast við viðmælendur í starfi okkar. Það geta ekki allir sagt hið sama!
Annars er ég komin upp á kant við íhaldsmenn (sem miðað við minn fyrri málflutning mér væri nær að kalla
soramenn MÚHAHAHAHA!). Ekki það að ég hafi ekki alltaf meira eða minna verið á þeim kanti. Damn conservatives.
Svo óska ég öllum gleðilegs sumars og ég verð illa svikin ef ég sé ekki fleiri úti á peysunni. Það hefur alltaf verið hefð hjá mér á sumardaginn fyrsta að fara út á peysunni, sama hvernig viðrar.
posted by Hildur at 2:16 PM
Alveg finnast mér
Sigtið með Frímanni vera æst fyndnir þættir. Þessi Frímann er eitthvað svo yndislega mikill auli og þeir félagar gera skemmtilega mikið grín að "kúl" og "trendí" liðinu í bland við aðra. Svona fimmaurahúmor kann ég að meta. Ég hvet alla til að taka frá fimmtudagskvöldin, og tékka á gömlum þáttum á skjarinn.is
posted by Hildur at 10:47 AM
Að vera með kvef er eins og að vera með hausinn fullan af bómul, og í mínu tilfelli líður mér alltaf eins og það sé að vaxa fótur inni í ennisholunum mínum. Svo heyri ég ekki neitt og tala eins og ég sé búin að staupa jack daniels á hverjum degi frá fermingu. Það er nú aldeilis að maður er mikil ekkisens ræfilstuska.
PS. fyrir þá sem kunna að hafa ratað hingað af ihald.is, þá er ég boðin og búin til þess að útskýra það á málefnalegan hátt af hverju íhaldsstefnan er sori, sé þess óskað.
posted by Hildur at 6:29 PM
Í gær var ég semi-full á Sirkús (ég er farin að verða semi-full eftir tvo bjóra nú til dags) ásamt Hildi frænku og Kamillu systur. Tveir góðglaðir Nossarar komu til okkar með myndavél og vildu ólmir fá að taka myndir af okkur með öðrum þeirra. Kamilla strunsaði í burtu og Hildur fr náði að skýla mér. Ég átti hins vegar einskis kosta völ en að sitja fyrir. Svo sögðu þeir eitthvað: "Vi vil ta bilder af pene jenter i Island og du er en myet pen jente" Ég roðnaði en varð síðan eftirá dálítið fúl, af því að alveg er ég viss um að ég á eftir að birtast von bráðar á
öglípípúl punktur kom. Svona er ég með lágt sjálfsmat, og svona eru Norðmenn undirförulir í mínum augum.
posted by Hildur at 2:41 PM