Nú veit ég af hverju ég er ekki að digga neitt sérstaklega mæspeisið. Það er útaf því að það er ekki bara tilgangslítið, heldur þá virðist það eiga að þjóna þeim tilgangi að fólk geti skrifað komment hjá hvert öðru á borð við: "Hæ hæ. Rosalega var gaman að hitta þig um daginn :) Vonandi hittumst við fljótt aftur!" og "Hey til hamingju með áfangann, þú ert svo klár og dugleg stelpa :-)) Kveðja, Sigga og bumbubúinn" nú eða: "Hey hvað er að frétta, kaffihús um helgina?"
Ég er eitthvað ekki að digga svoleiðis enda finnst fæstum gaman að hitta mig, það nennir enginn að bjóða mér á kaffihús og ég þyki almennt ekkert sérstaklega klár eða dugleg. Semsagt er ég almennt hin allra bitrasta gella.
Um helgina verð ég hins vegar ekki bitur. Ég verð glöð og reif. Fimm fraukna gengi er að koma til landsins frá Írlandi. Þær, og ég og Berglind Jó vorum allar erasmus nemar í Alcalá de Henares, Madrid veturinn 2002-2003. Írsk-íslenska gengið var alræmt þar í bæ og ég veit alveg hvað þið eruð að hugsa: "Iss erasmus nemar í cintamani úlpum og með dredda!"
En við vorum ekki þannig, við vorum töff.
Góða helgi.
posted by Hildur at 10:27 AM
RebbelAnnað hvort var megrunarlausi dagurinn í gær eða í dag. Hvort heldur sem er þá var í gær snæddur hádegismatur frá Grænum kosti og mataræðið almennt meinhollt í alla staði. Hið sama er uppi á teningnum í dag og hver veit nema kvöldmaturinn samanstandi af engu og grænni baun?
Það eru svona litlir hlutir sem gera mig að rebbel.
posted by Hildur at 10:51 AM
Ég hitti selebbÍ dag er komið að hinum sívinsæla lið
Ég hitti selebb og er hann að þessu sinni tileinkaður Bobby Fischer. Ég mætti honum á Laugavegi í gær, hann var eitthvað að selebbast og ég var að spóka mig.
Fleira var það ekki.
posted by Hildur at 11:20 AM