Það er útséðFramlag okkar Íslendinga kemst ekki upp úr undankeppni Evróvisjón söngvakeppninnar. Það er mat að minnsta kosti þriggja fróðra evróvisjónspekinga, það er að segja mitt, Páls Óskars og kunningja míns að nafni Tag frá Ísrael. Sá síðastnefndi býst við að hið klisjukennda framlag Belga, lagið
Je t'adore (sjuttador) muni bera sigur úr býtum og ég er hrædd um að það megi til sanns vegar færa. Þess má geta að í fyrra og í hitteðfyrra hafði hann fyrirfram hárrétt fyrir sér varðandi sigurvegara keppninnar. Ég hins vegar vona að sú spá gangi ekki eftir þetta árið og hvet fólk til þess að taka ástfóstri við framlag Finna,
Hard rock Haleluja.
Spennan magnast... það eru aðeins sex dagar í undankeppni Júróveislunnar og átta í aðalkeppnina!!
Góða helgi
PS. ég hvet fólk til þess að mæta á Kaffi Kúltúra annað kvöld og fagna opnun nýrrar og bættrar útgáfu af besta pólitíska vefriti landsins, politik.is. Klippt verður á borðann klukkan 20.30 og léttar veitingar verða í boði.
posted by Hildur at 12:09 PM
Æ ég nenni ekki að standa í þessu fokki.
Tékkið bara frekar á
þessu
posted by Hildur at 11:56 AM
Ég var búin að steingleyma því að
ég að röfla um pólitík er ekki það vinsælasta sem til er og þess vegna ruglaðist ég og fór óvart að röfla hérna á síðunni. En það var vanhugsað.
Áhugaverðara er að segja frá því að í fyrrinótt dreymdi mig að ég væri Jesús endurborin, og ég gæti læknað alla sjúka með því að snerta þá. Nema að allir sem ég snerti urðu um leið svertingjar. Síðan vaknaði ég í gær með mikinn stífleika í baki og hálsi, og sá stífleiki hefur ekki minnkað. Ef ég héldi enn í mína barnatrú tryði ég því áreiðanlega að nú væri almættið að refsa mér fyrir drambið og mikilmennskuna.
posted by Hildur at 10:29 AM

Þessi mynd ríður röftum á alnetinu og öllum finnst gaman að dissa framsókn. En það er ekki bara gaman heldur beinlínis nauðsynlegt. Hins vegar mega þeir mín vegna stela atkvæðum frá íhaldinu. Æskilegast er auðvitað að það sé samfó sem steli frá xd en ef þessi hömmer-áróður framsóknar er eitthvað að virka þá er vonandi að þau virki helst á auðvaldssinnaða. Æ þið skiljið.
Borgarstjórnarkosningarnar snúast um hvernig félagshyggju við viljum í borginni. Að því sögðu spyr ég mig og aðra hverjum dettur eiginlega í hug að merkja x við d? Þeirra stefnu má kalla diet-félagshyggju. Í aðra röndina blaðra þeir um "einstaklings bla bla bla" og "aðhald" en í hina röndina lofa þeir öllu fögru.
Tékkið á
þessu. Hér er ungu fólki til dæmis lofað að allt verði svo gott ef d listinn kemst til valda. Að vísu er fátt um útskýringar á því hvernig þeir ætla að fara að þessu öllu saman en þeir þykjast ætla að efla almenningssamgöngur og fjölga menningar- og listauppákomum í borginni. Það skyldi þó ekki vera að þeir séu ánægðir með framtak félagshyggjufólks í borginni síðustu 12 árin? Árið 1994 var engin menningarnótt í borginni, engin listahátíð, vetrarhátíð og svo framvegis -enda stuðningur hins opinbera við listir ekki efst á vinsældarlista auðvaldsins.
Svo minnast þeir ekkert á gjaldfrjálsan leikskóla, enda vilja þeir hann ekki. Það er kannski að þeir endurtaki "lausnir" sínar frá 1998 og bjóðist til að borga konum bara fyrir að vera heima í staðinn fyrir að hlú að leikskólanum? Það er ekki bara vonlaus félagshyggja heldur hrútslappur kapítalismi um leið!
Bjössi og þið hin sem skiljið ekki af hverju ég er að blanda mér í pólitíkina, skiljið þið það núna?
posted by Hildur at 12:20 PM
Rún-turinn blívurMælikvarðinn á hvort komið sé sumar eður ei er ekki dagsetning eða veðurfar. Þvert á móti er sumarboðinn ljúfi í formi landsbyggðaplebba með aflitað hár að blasta 10 ára gamla popptónlist á rún-tinum. Þú veist, það er að taka einn
laugaraGleðilegt sumar!
posted by Hildur at 4:07 PM